Hratt vaxandi skjálftavirkni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. mars 2025 12:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. vísir/arnar Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. „Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
„Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira