Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 11:30 Heimir Hallgrímsson gaf ungum aðdáendum eiginhandaráritun fyrir leikinn við Búlgaríu í Dublin í gærkvöld. Ekki eru þó alveg allir jafnhrifnir af honum sem landsliðsþjálfara. Getty/Thomas Flinkow Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“. Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira