Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 20:51 Storknað hraun við Svartsengi en kvika heldur áfram að streyma inn í kvikusöfnunarhólf undir svæðinu. Kvikumagn í hólfinu hefur ekki verið meira síðan 2023. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi. Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira