„Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 19:47 Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/Marcial Guillen Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira