„Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2025 19:31 Stefán Teitur Þórðarson ræddi við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. Stöð 2 Sport „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09
„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49