Fótbolti

Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar þurfa að vinna upp eins marks forskot Kósovóa frá fyrri leiknum á fimmtudaginn.
Íslendingar þurfa að vinna upp eins marks forskot Kósovóa frá fyrri leiknum á fimmtudaginn. vísir/hulda margrét

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í seinni leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Leikið er í Murcia á Spáni.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16:25.

Guðmundur Benediktsson, Kjartan Henry Finnbogason og Aron Guðmundsson hafa fylgt íslenska liðinu eftir undanfarna daga og eru staddir úti í Murcia.

Þeir hituðu upp fyrir leikinn í beinni útsendingu á Vísi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Hitað upp fyrir leikinn í Murcia

Kósovó vann fyrri leikinn gegn Íslandi á fimmtudaginn, 2-1. Íslenska liðið þarf því að vinna það forskot upp í leiknum í dag.

Leikurinn telst „heimaleikur“ Íslands og þrátt fyrir að hann sé á Spáni er búist við að um þúsund Íslendingar mæti á hann.


Tengdar fréttir

Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“

„Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum.

„Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson segir strákana okkar hafa nýtt síðustu tvo daga vel til að endurheimta orku fyrir seinni leikinn gegn Kósovó. Hann hlakkar til að sækja til sigurs með góðum stuðningi þeirra þúsund Íslendinga sem verða á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×