Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2025 11:02 Stefán Teitur í leik með íslenska landsliðinu vísir/Anton Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti