Það er því allt klárt fyrir bardaga hans og Kevins Holland í o2 höllinni í London annað kvöld.
Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár og hans síðasti á samningi sínum við UFC. Þetta gæti því hæglega verið síðasti bardagi hans á ferlinum. Tíminn mun leiða það í ljós.
Holland barðist aftur á móti síðast í janúar. Hann barðist líka þrisvar á síðasta ári og er því ekki að glíma við neitt ryð.
Holland á 40 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 26 þeirra og tapað þrettán. Þá var einn bardagi dæmdur ógildur (e. no contest).
Bardagakvöldið í London verður í beinni á Vodafone Sport og hefst klukkan 20.00 annað kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á stod2.is.