Innlent

Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Sjö starfsmönnum Rauða krossins hefur verið sagt upp þar sem að samningur Rauða krossins við Vinnumálastofnun um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

„Þetta eru þung tíðindi og við þurfum nú að sjá á eftir framúrskarandi starfsfólki sem sinnt hefur þessum mikilvægu verkefnum af einstakri alúð,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins í tilkynningu.

Samningur Rauða krossins og Vinnumálastofnunar hafði það að markmiði að tryggja vandaðan félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðan þeir bíða niðurstöðu eða flutnings úr landi og verið stutt við flóttafólk með þessum hætti frá árinu 2016.

Vinnumálastofnun tilkynnti ákvörðun sína í byrjun vikunnar og rennur samningurinn út 31. maí.

Samningur Rauða krossins við félags- og húsnæðismálaráðuneytið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025. Rauði krossinn veitti 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga árið 2024.

„Okkur er annt um að fólkið sem hefur nýtt sér þjónustuna fái hana áfram er hún færist úr höndum okkar sjálfboðaliða og starfsfólks til hins opinbera,“ segir Gísli Rafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×