Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir stoppi stutt við í deildinni. Eyjamönnum tókst ætlunarverkið, að komast beint upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni haustið 2023. Það var kannski ekki mesti glansinn á því - ÍBV fékk bara 39 stig í mjög jafnri Lengjudeild - en markmiðið náðist og Vestmannaeyjar eiga aftur lið í efstu deild. Þorlákur Árnason er kominn til Eyja.íbv Hermann Hreiðarsson lét gott heita hjá ÍBV eftir að hafa komið liðinu upp og við starfi hans tók Þorlákur Árnason. Hann er þrautreyndur þjálfari sem hefur komið víða við á ferlinum. Þorlákur er að fara að þjálfa í efstu deild karla í fyrsta sinn í tuttugu ár, eða síðan hann stýrði Fylki til 5. sætis sumarið 2005. grafík/bjarki Auk þjálfaraskiptanna hafa talsverðar breytingar orðið á leikmannahópi ÍBV í vetur. Heimastrákarnir Tómas Bent Magnússon og Guðjón Ernir Hrafnkelsson reru á önnur mið og Spánverjinn sterki, Vicente Valor, fór í KR. Eyjamenn héldu hins vegar Oliver Heiðarssyni, markahæsta leikmanni Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili, og það gæti skipt sköpum. grafík/bjarki Oliver hefur verið í mikilli sókn síðustu ár og blómstraði í fyrra þar sem hann skoraði fjórtán mörk. Næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, Omar Sowe, er einnig kominn í ÍBV og mikið mun mæða á þeim Oliver í sumar. Þeir hafa þó aðeins skorað samtals níu mörk í 78 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þeir verða að gefa í á því sviði ef ÍBV ætlar að þrauka í deild þeirra bestu. ÍBV hefur fengið þrjá aðra erlenda leikmenn; varnarmennina Jovan Mitrovic og Mattias Edeland og miðjumanninn Milan Tomic. Þeir þurfa að reynast góður liðsauki í þeirri hörðu baráttu sem framundan er hjá ÍBV. grafík/bjarki Talsverð hringl hefur verið á markvarðastöðunni hjá ÍBV síðustu ár og þrír markverðir léku fyrir liðið í Lengjubikarnum. Hjörvar Daði Arnarsson stendur væntanlega milli stanganna í byrjun móts en spurningarmerkið við þessa gríðarlega mikilvægu stöðu er full stórt. Þá er ekki hægt að líta framhjá því hversu mikið ÍBV missti í Guðjóni Erni og Tómasi Bent, sérstaklega þeim síðarnefnda. Þar eru farnir tveir kraftmiklir menn, Tómas auk þess heimamaður, sem voru liðinu mikilvægir. Felix Örn Friðriksson er einn reyndasti leikmaður ÍBV.vísir/diego Óvíst er hvort Eyjaliðið eins og það lítur út í dag sé sterkara en liðið sem vann Lengjudeildina á ekkert sérstaklega sannfærandi hátt í fyrra. Eyjamenn hefðu þurft að gefa í og bæta í hópinn sem virðist vera full veikur þegar nokkrir dagar í mót. ÍBV hefur lengst af átt áskrift af sæti í efstu deild en veruleikinn í dag er annar. Eyjamenn féllu 2019 og 2023 og það er hætt við að deildaflakkið haldi áfram á næstunni. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir stoppi stutt við í deildinni. Eyjamönnum tókst ætlunarverkið, að komast beint upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni haustið 2023. Það var kannski ekki mesti glansinn á því - ÍBV fékk bara 39 stig í mjög jafnri Lengjudeild - en markmiðið náðist og Vestmannaeyjar eiga aftur lið í efstu deild. Þorlákur Árnason er kominn til Eyja.íbv Hermann Hreiðarsson lét gott heita hjá ÍBV eftir að hafa komið liðinu upp og við starfi hans tók Þorlákur Árnason. Hann er þrautreyndur þjálfari sem hefur komið víða við á ferlinum. Þorlákur er að fara að þjálfa í efstu deild karla í fyrsta sinn í tuttugu ár, eða síðan hann stýrði Fylki til 5. sætis sumarið 2005. grafík/bjarki Auk þjálfaraskiptanna hafa talsverðar breytingar orðið á leikmannahópi ÍBV í vetur. Heimastrákarnir Tómas Bent Magnússon og Guðjón Ernir Hrafnkelsson reru á önnur mið og Spánverjinn sterki, Vicente Valor, fór í KR. Eyjamenn héldu hins vegar Oliver Heiðarssyni, markahæsta leikmanni Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili, og það gæti skipt sköpum. grafík/bjarki Oliver hefur verið í mikilli sókn síðustu ár og blómstraði í fyrra þar sem hann skoraði fjórtán mörk. Næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, Omar Sowe, er einnig kominn í ÍBV og mikið mun mæða á þeim Oliver í sumar. Þeir hafa þó aðeins skorað samtals níu mörk í 78 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þeir verða að gefa í á því sviði ef ÍBV ætlar að þrauka í deild þeirra bestu. ÍBV hefur fengið þrjá aðra erlenda leikmenn; varnarmennina Jovan Mitrovic og Mattias Edeland og miðjumanninn Milan Tomic. Þeir þurfa að reynast góður liðsauki í þeirri hörðu baráttu sem framundan er hjá ÍBV. grafík/bjarki Talsverð hringl hefur verið á markvarðastöðunni hjá ÍBV síðustu ár og þrír markverðir léku fyrir liðið í Lengjubikarnum. Hjörvar Daði Arnarsson stendur væntanlega milli stanganna í byrjun móts en spurningarmerkið við þessa gríðarlega mikilvægu stöðu er full stórt. Þá er ekki hægt að líta framhjá því hversu mikið ÍBV missti í Guðjóni Erni og Tómasi Bent, sérstaklega þeim síðarnefnda. Þar eru farnir tveir kraftmiklir menn, Tómas auk þess heimamaður, sem voru liðinu mikilvægir. Felix Örn Friðriksson er einn reyndasti leikmaður ÍBV.vísir/diego Óvíst er hvort Eyjaliðið eins og það lítur út í dag sé sterkara en liðið sem vann Lengjudeildina á ekkert sérstaklega sannfærandi hátt í fyrra. Eyjamenn hefðu þurft að gefa í og bæta í hópinn sem virðist vera full veikur þegar nokkrir dagar í mót. ÍBV hefur lengst af átt áskrift af sæti í efstu deild en veruleikinn í dag er annar. Eyjamenn féllu 2019 og 2023 og það er hætt við að deildaflakkið haldi áfram á næstunni.