„Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2025 13:36 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Allt bendir til þess að varnargarðar sem þegar hafa verið reistir komi til með að verja Grindavík og orkuverið í Svartsengi. Prófessor í jarðeðlisfræði segir nánast öruggt að til eldgoss komi, þó óvissa sé um tímasetningu þess. Landris á Reykjanesskaga er nú meira en það hefur verið áður, að sögn prófessors í jarðeðlisfræði. „Og nokkru hærra en í síðasta gosi og aðeins hærra en í þarsíðasta gosi. Það er svo að sjá að það er nánast víst að það gjósi á næstunni, það er hins vegar mjög erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær það verður. Hversu langt er í það, en það er nú sennilega ekki langt í það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Næsta gos geti vel orðið það síðasta Litlar breytingar sé að sjá á stöðunni, þrátt fyrir örlitlar sveiflur í GPS-mælingum, sem stafi líklega af veðurfari. Kvikusöfnun haldi áfram og ólíklegt sé að það endi öðruvísi en með eldgosi. „Svo má spyrja sig, ef við horfum aðeins til lengri tíma: Hvað er líklegt að gerist? Það er náttúrulega bara óvissa. Það er ljóst að farið er að draga úr innrennsli kviku þarna, miðað við það sem var. Það bendir til þess að þetta sé nú komið vel á seinni hlutann, en hvenær síðasta gosið verður, það er ekki útilokað að það gos sem kemur næst verði það síðasta.“ Sé litið til Kröflu á níunda áratugnum megi álykta að langt muni líða milli eldgosa héðan af. „Það bendir allt til þess að við séum komin mjög á seinni hlutann í þessari atburðarás.“ Ekkert öruggt en horfurnar góðar Vinna við varnargarða hafi heppnast einkar vel. „Það eru mjög þokkalegar líkur á að bæði Grindavík og orkuverið í Svartsengi sleppi, þó það sé ekkert öruggt,“ segir Magnús Tumi. Í samtali við fréttastofu sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, að stofnunin væri við öllu búin ef skyndilega kæmi til eldgoss. Hættustig hafi verið í gildi síðan í janúar. Þó væri ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi fyrr en til eldgoss kæmi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Landris á Reykjanesskaga er nú meira en það hefur verið áður, að sögn prófessors í jarðeðlisfræði. „Og nokkru hærra en í síðasta gosi og aðeins hærra en í þarsíðasta gosi. Það er svo að sjá að það er nánast víst að það gjósi á næstunni, það er hins vegar mjög erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær það verður. Hversu langt er í það, en það er nú sennilega ekki langt í það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Næsta gos geti vel orðið það síðasta Litlar breytingar sé að sjá á stöðunni, þrátt fyrir örlitlar sveiflur í GPS-mælingum, sem stafi líklega af veðurfari. Kvikusöfnun haldi áfram og ólíklegt sé að það endi öðruvísi en með eldgosi. „Svo má spyrja sig, ef við horfum aðeins til lengri tíma: Hvað er líklegt að gerist? Það er náttúrulega bara óvissa. Það er ljóst að farið er að draga úr innrennsli kviku þarna, miðað við það sem var. Það bendir til þess að þetta sé nú komið vel á seinni hlutann, en hvenær síðasta gosið verður, það er ekki útilokað að það gos sem kemur næst verði það síðasta.“ Sé litið til Kröflu á níunda áratugnum megi álykta að langt muni líða milli eldgosa héðan af. „Það bendir allt til þess að við séum komin mjög á seinni hlutann í þessari atburðarás.“ Ekkert öruggt en horfurnar góðar Vinna við varnargarða hafi heppnast einkar vel. „Það eru mjög þokkalegar líkur á að bæði Grindavík og orkuverið í Svartsengi sleppi, þó það sé ekkert öruggt,“ segir Magnús Tumi. Í samtali við fréttastofu sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, að stofnunin væri við öllu búin ef skyndilega kæmi til eldgoss. Hættustig hafi verið í gildi síðan í janúar. Þó væri ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi fyrr en til eldgoss kæmi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52