Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 12:21 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni sem þjálfari Víkings en nú styttist í fyrsta landsleik Íslands undir hans stjórn. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segist ekki hafa áttað sig á því hversu tímafrekt starfið yrði. Líkt og hjá félagsliðum virðist vanta fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira
Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira