„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 22:33 Páll segir manninn afar heppinn að vera á lífi. Það sem hafi bjargað honum sé að hafa komist í vatn. Samsett Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við
Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira