„Við teljum að það hafi farið öryggi í afveitustöðinni. Það slasaðist einn starfsmaður. Viðbragðsaðilar voru strax kallaðir til og hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús,“ segir Sólveig Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, í samtali við fréttastofu.
Hún segir nú unnið að viðgerð og greiningu en ein kerlínan í álverinu hefur legið niðri frá því að öryggið fór af um klukkan 15.40 síðdegis.
„Við erum að vinna að greiningu til að reyna að skilja hvað gerðist,“ segir Sólveig.