Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 17:45 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni gegn Dortmund í vikunni, þegar Evrópuævintýri Lille lauk með 2-1 tapi. AP/Michel Euler Hákon Arnar Haraldsson, nýr varafyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er talinn þriðji verðmætasti leikmaður frönsku 1. deildarinnar, ef leikmenn PSG eru undanskildir. Eftir að hafa fótbrotnað í upphafi þessarar leiktíðar komst Hákon aftur á ferðina í lok nóvember og hefur síðan farið á kostum með liði sínu Lille, bæði í frönsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur því óhjákvæmilega hækkað í verði og samkvæmt rannsóknarhópnum CIES í Sviss, sem sérhæfir sig í tölfræðigreiningum í fótbolta, er Hákon nú metinn á 45,9 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna miðað við gengi dagsins. Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025 Það jafngildir í dag 38,6 milljónum punda sem er rétt undir verðinu sem Everton greiddi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson 2017 en hann er dýrasti Íslendingur sögunnar eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda. Hákon, sem verður 22 ára í næsta mánuði, kom til Lille frá FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 fyrir 15 milljónir evra. Samningur hans gildir til 2028. Hann er þó enn aðeins metinn á 9 milljónir evra hjá Transfermarkt, gagnabanka um fótboltamenn og samninga þeirra. Samkvæmt CIES eru aðeins tveir leikmenn utan PSG dýrari en Hákon í frönsku deildinni. Sá dýrasti er Eliesse Ben Seghir hjá Monaco, sem er 20 ára landsliðsmaður Marokkó, en næstur er Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem nú er á mála hjá Marseille. Hákon hefur skorað fjögur mörk í sautján deildarleikjum með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Þá skoraði hann tvö mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu þar sem Lille komst í 16-liða úrslit en féll úr keppni í gær eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Dortmund. Franski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Sjá meira
Eftir að hafa fótbrotnað í upphafi þessarar leiktíðar komst Hákon aftur á ferðina í lok nóvember og hefur síðan farið á kostum með liði sínu Lille, bæði í frönsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur því óhjákvæmilega hækkað í verði og samkvæmt rannsóknarhópnum CIES í Sviss, sem sérhæfir sig í tölfræðigreiningum í fótbolta, er Hákon nú metinn á 45,9 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna miðað við gengi dagsins. Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025 Það jafngildir í dag 38,6 milljónum punda sem er rétt undir verðinu sem Everton greiddi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson 2017 en hann er dýrasti Íslendingur sögunnar eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda. Hákon, sem verður 22 ára í næsta mánuði, kom til Lille frá FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 fyrir 15 milljónir evra. Samningur hans gildir til 2028. Hann er þó enn aðeins metinn á 9 milljónir evra hjá Transfermarkt, gagnabanka um fótboltamenn og samninga þeirra. Samkvæmt CIES eru aðeins tveir leikmenn utan PSG dýrari en Hákon í frönsku deildinni. Sá dýrasti er Eliesse Ben Seghir hjá Monaco, sem er 20 ára landsliðsmaður Marokkó, en næstur er Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem nú er á mála hjá Marseille. Hákon hefur skorað fjögur mörk í sautján deildarleikjum með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Þá skoraði hann tvö mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu þar sem Lille komst í 16-liða úrslit en féll úr keppni í gær eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Dortmund.
Franski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Sjá meira
Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31
Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35