Orri nýr fyrirliði Íslands Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 13:24 Orri Óskarsson tekur við fyrirliðabandinu af Jóhanni Berg Guðmundssyni. vísir/Hulda Margrét Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06