Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 10:04 Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla. EPA/ALBERTO MARTIN Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. Sænsk-finnska gríngrúppan sigraði keppnina með sjö stigum meira en Måns, sem sigraði Eurovision á sínum tíma með laginu Heroes. Måns hafði fyrir fram verið talinn líklegastur til að sigra keppnina með lag sitt Revolution en grínistarnir í Kaj skutu honum ref fyrir rass, rétt svo. Måns sýndi strax tilfinningar eftir úrslitin en Aftonbladet segir hann hafa hlaupið grátandi út úr græna herberginu eftir að úrslit voru tilkynnt. Siguratriðið hjá Kaj má horfa á hér fyrir neðan. Lét dómnefndina heyra það „Ég er einstaklega vonsvikinn. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi gerast í allan dag. Ég gerði allt sem ég gat en ég get ekki keppt við grínatriði. Það sem ég geri er ekki nærri því líkt því sem þeir gera,“ sagði sársvekktur Måns við sænska ríkisútvarpið í sjónvarpsviðtali um helgina. Hann ræddi svo við Aftonbladet síðar um kvöldið og hafði enn ekki jafnað sig. „Ég er alls ekki ánægður. Ég er ekki viss um að ég muni gera þetta aftur,“ sagði leikarinn. Hann bætti því við að hann hefði verið hissa að sjá hve mörg stig alþjóðlegar dómnefndir hefðu gefið Kaj. Rétt eins og í Söngvakeppninni, gefa dómnefndir í Melodifestivalen frá hinum ýmsu löndum stig. Kaj fékk einungis tveimur stigum minna en Måns frá dómnefndum og sópaði svo inn stigunum í símaatkvæðagreiðslu. „Ég var í áfalli að sjá að dómnefndirnar gáfu Kaj svona háa einkunn. Ég hljóma eins og ég sé tapsár, en við munum komast að því í maí hvort alþjóðlegu dómnefndirnar völdu rétt.“ Framlag Måns má horfa á hér fyrir neðan. „Kæru þröngsýnu hatarar“ Måns virðist í kjölfarið hafa fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir viðbrögð sín við tapi sínu. Hann birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann tjáði sig um þá gagnrýni og stílaði hana á „þröngsýna hatara“ sína. „Sú staðreynd að ég er svekktur yfir úrslitunum er BARA heilbrigt, er það ekki? Hafið þið einhvern tímann horft upp á íþróttamann lenda í öðru sæti og lýsa því svo yfir að hann sé mjög ánægður? Þetta hlýtur að vera í lagi, er það ekki? Þetta er keppni!“ Måns ræddi ósigurinn einnig við aðdáendasíðuna Wiwibloggs að keppni lokinni. Måns bætir því við að hann samgleðjist gríngrúppunni Kaj. Gengur hann svo langt að segjast elska grúppuna og elska þá félaga. Hann sé hinsvegar hvumsa yfir óheftri reiði og ofsafengnum viðbrögðum í sænska athugasemdakerfinu hjá fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Að halda að það sé í lagi að ausa hatri yfir einhvern í athugasemdum af því að viðkomandi vill sigra keppni sem við öll elskum og vegna þess að ég vil ekkert meira en að vera fulltrúi Svíþjóðar aftur í Eurovision? HVERNIG getur það verið rangt? Er það ekki ástæða þess að við erum hérna? Hvernig þýðir það að ég sé asni? Að ég hafi grátið eftir að pressunni var létt af mér og ekki bara þeirri sem ég upplifði í keppninni, það hlýtur að vera í lagi og það þýðir ekki að ég sé tapsár, er það?“ View this post on Instagram A post shared by Måns Zelmerlöw (@manszelmerlow) Svíþjóð Eurovision Tengdar fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Sænsk-finnska gríngrúppan sigraði keppnina með sjö stigum meira en Måns, sem sigraði Eurovision á sínum tíma með laginu Heroes. Måns hafði fyrir fram verið talinn líklegastur til að sigra keppnina með lag sitt Revolution en grínistarnir í Kaj skutu honum ref fyrir rass, rétt svo. Måns sýndi strax tilfinningar eftir úrslitin en Aftonbladet segir hann hafa hlaupið grátandi út úr græna herberginu eftir að úrslit voru tilkynnt. Siguratriðið hjá Kaj má horfa á hér fyrir neðan. Lét dómnefndina heyra það „Ég er einstaklega vonsvikinn. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi gerast í allan dag. Ég gerði allt sem ég gat en ég get ekki keppt við grínatriði. Það sem ég geri er ekki nærri því líkt því sem þeir gera,“ sagði sársvekktur Måns við sænska ríkisútvarpið í sjónvarpsviðtali um helgina. Hann ræddi svo við Aftonbladet síðar um kvöldið og hafði enn ekki jafnað sig. „Ég er alls ekki ánægður. Ég er ekki viss um að ég muni gera þetta aftur,“ sagði leikarinn. Hann bætti því við að hann hefði verið hissa að sjá hve mörg stig alþjóðlegar dómnefndir hefðu gefið Kaj. Rétt eins og í Söngvakeppninni, gefa dómnefndir í Melodifestivalen frá hinum ýmsu löndum stig. Kaj fékk einungis tveimur stigum minna en Måns frá dómnefndum og sópaði svo inn stigunum í símaatkvæðagreiðslu. „Ég var í áfalli að sjá að dómnefndirnar gáfu Kaj svona háa einkunn. Ég hljóma eins og ég sé tapsár, en við munum komast að því í maí hvort alþjóðlegu dómnefndirnar völdu rétt.“ Framlag Måns má horfa á hér fyrir neðan. „Kæru þröngsýnu hatarar“ Måns virðist í kjölfarið hafa fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir viðbrögð sín við tapi sínu. Hann birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann tjáði sig um þá gagnrýni og stílaði hana á „þröngsýna hatara“ sína. „Sú staðreynd að ég er svekktur yfir úrslitunum er BARA heilbrigt, er það ekki? Hafið þið einhvern tímann horft upp á íþróttamann lenda í öðru sæti og lýsa því svo yfir að hann sé mjög ánægður? Þetta hlýtur að vera í lagi, er það ekki? Þetta er keppni!“ Måns ræddi ósigurinn einnig við aðdáendasíðuna Wiwibloggs að keppni lokinni. Måns bætir því við að hann samgleðjist gríngrúppunni Kaj. Gengur hann svo langt að segjast elska grúppuna og elska þá félaga. Hann sé hinsvegar hvumsa yfir óheftri reiði og ofsafengnum viðbrögðum í sænska athugasemdakerfinu hjá fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Að halda að það sé í lagi að ausa hatri yfir einhvern í athugasemdum af því að viðkomandi vill sigra keppni sem við öll elskum og vegna þess að ég vil ekkert meira en að vera fulltrúi Svíþjóðar aftur í Eurovision? HVERNIG getur það verið rangt? Er það ekki ástæða þess að við erum hérna? Hvernig þýðir það að ég sé asni? Að ég hafi grátið eftir að pressunni var létt af mér og ekki bara þeirri sem ég upplifði í keppninni, það hlýtur að vera í lagi og það þýðir ekki að ég sé tapsár, er það?“ View this post on Instagram A post shared by Måns Zelmerlöw (@manszelmerlow)
Svíþjóð Eurovision Tengdar fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19