Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar 10. mars 2025 09:02 Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun