Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar 8. mars 2025 08:32 Á Íslandi stöndum við almennt vörð um þann óáþreifanlega menningararf sem lýtur að álfum og huldufólki. Við tölum um álagabletti og álfaborgir, syngjum Stóð ég úti í tunglsljósi og hrífumst af því óræða í málverkum Kjarvals. Þetta gerum við stolt, enda ánægð með hvað landið okkar er ríkt af dulúð og ósýnileika og sönnum sögum þess efnis. Heimildir um dvalarsvæði huldufólks, álfa og trölla hafa verið skráðar hér á landi samhliða skráningu á öðrum náttúruminjum og örnefnum landsvæða. Það að hýsa vitneskju um og sögur af álfum og huldufólki hefur raunverulegt verndargildi fyrir landið, til dæmis þegar vegaframkvæmdir, húsbyggingar eða önnur mannvirkjagerð er fyrirhuguð. Ísland, landið okkar, er lifandi minnisvarði hinna mörgu vídda sem við höfum um aldir tengt okkur við. Við höfum gefið hólum og hæðum, giljum og fossum nöfn þeirra náttúruvætta sem þar hafa haft búsetu – þótt í annarri vídd sé. Svæðisskipulag þorpa og bæja hefur tekið mið af búsvæðum álfa sem þannig hafa fengið að vera í friði. Álfum hefur verið úthlutað lóðum þar sem við mannfólkið megum ekki byggja og álfabyggðir jafnvel fengið götunúmer. Vitund okkar um náttúruvætti í umhverfinu hefur nært og eflt sköpunargleði okkar í ritlist, myndlist, tónlist, leikritun og kvikmyndum, handverki og lifandi hefðum frásagnarlistarinnar. Já, við erum rík – svo rík í mörgum skilningi. Frumkvöðull og fornkvöðull Ég telst vera frumkvöðull, ég hrindi í framkvæmd nýstárlegum hugmyndum, sem líta dagsins ljós, sem ég vil meina að bæti og sé nauðsynlegt fyrir samfélagið okkar í dag. Einnig hef ég stofnað sprotafyrirtækið Huldustígur ehf. En um leið segist ég vera fornkvöðull. Nýtt orð, já, sem lýsir mér vel. Ég tala um forna og frumstæða þekkingu dags daglega, eins og það að lesa í landið sitt og nýta náttúrugreind sína . Mögulega hefur menntun mín sem garðyrkjufræðingur og það að vera ættleidd gert það að verkum að ég tel eðlilegt að leita að upprunanum. Hvert liggja rætur mínar? Ég finn í hjarta mínu, að ég er af frumbyggjum komin - frumbyggjum Íslands og þörf mín fyrir því að viðhalda þeirra þekkingu er mikil. Frumbyggjar teljast þeir er búa yfir sérstæðri menningu sem er nátengd náttúrunni og auðæfum hennar. Þeir eru félagslega, menningarlega og /eða tungumálalega ólíkir meirihluta íbúa í heiminum. Í dag hefur náttúran krefjandi þörf fyrir náttúrugreind okkar, sem kalla sig frumbyggja. Við hér á Íslandi höfum þessa þekkingu. Ég stend fyrir fræðslu og skynjun í náttúrunni - um aðrar víddir og þá er ég að tala um álfa, huldufólk, tröll, dreka og hafmeyjar, tilveru þeirra og tilverurétti og stuðla þannig að því að við tengjumst náttúrunni og skynjum hana á fjölbreyttan hátt ; leyfum henni að eiga við okkur orð, bindumst henni tryggðar- og vináttuböndum og þiggjum leiðsögn frá þeim sem dvelja samhliða okkur – en í annarri vídd. Náttúran finnur þar vel fyrir hugsunum okkar og gjörðum – eins og við þeirra. Traust og stolt Nýverið bauðst mér, völvunni og álfahvíslaranum frá Íslandi, og kvikmyndagerðarkonunni Ingu Lísu Middleton að taka þátt í menningarviðburði í íslenska sendiráðinu í London. Reyndar var erindi okkar tveggja tilefni þessa menningarviðburðar. Við vorum komnar til að kynna sögu álfa og huldufólks ofl. á Íslandi og hvernig vitneskja okkar um það, hefur um aldir birst í menningararfi okkar . Erindið var að vitna um hvernig vitund og vitneskja um álfa, huldufólk og tröll getur nýst í aðgerðum í loftslagsmálum, okkur og komandi kynslóðum til heilla. Flestir gestanna voru enskumælandi og margir tengdir öðrum sendiráðum í London. Í samtölum við þá varð mér ljóst hversu einstök og verðmæt þjóðararfleifð okkar er á heimsvísu. Sem talskona frumbyggja var ég minnt á að trúlega erum við eina þjóð heims sem ennþá á allt sitt. Við búum við fjölbreytilega náttúru heillar eyju og hafsins úti fyrir auk þess að eiga hreinan, óáþreifanlegan arf sem tengist trúnni á og samtalinu við náttúruna. Og við eigum tungumál og bókmenntir sem geyma söguna um þetta órofa samband lands og þjóðar. Samhliða þessari blessun höfum við varðveitt stoltið okkar, við vitum hvaðan við komum og hver við erum og að landið okkar treystir okkur. Næstu kynslóðum til handa Fjöldi þjóða hefur hlunnfarið frumbyggja lands síns og lítilsvirt náttúrugreind þeirra og þekkingu. Ég hef þá trú að við, frumbyggjarnir, þurfum að standa saman nú sem endranær. Við verðum að eiga frumkvæði að fræðslu um verðmæta náttúruskynjun og óáþreifanlegan menningararf okkar. Almenn þekking á því sviði getur skapað dýpri skilning á umhverfisvernd og tækifæri fyrir náttúru okkar og auðlindir, ekki aðeins okkar vegna heldur einnig komandi kynslóða. Höfundur er völva og verkefnastjóri Huldustígs ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Á Íslandi stöndum við almennt vörð um þann óáþreifanlega menningararf sem lýtur að álfum og huldufólki. Við tölum um álagabletti og álfaborgir, syngjum Stóð ég úti í tunglsljósi og hrífumst af því óræða í málverkum Kjarvals. Þetta gerum við stolt, enda ánægð með hvað landið okkar er ríkt af dulúð og ósýnileika og sönnum sögum þess efnis. Heimildir um dvalarsvæði huldufólks, álfa og trölla hafa verið skráðar hér á landi samhliða skráningu á öðrum náttúruminjum og örnefnum landsvæða. Það að hýsa vitneskju um og sögur af álfum og huldufólki hefur raunverulegt verndargildi fyrir landið, til dæmis þegar vegaframkvæmdir, húsbyggingar eða önnur mannvirkjagerð er fyrirhuguð. Ísland, landið okkar, er lifandi minnisvarði hinna mörgu vídda sem við höfum um aldir tengt okkur við. Við höfum gefið hólum og hæðum, giljum og fossum nöfn þeirra náttúruvætta sem þar hafa haft búsetu – þótt í annarri vídd sé. Svæðisskipulag þorpa og bæja hefur tekið mið af búsvæðum álfa sem þannig hafa fengið að vera í friði. Álfum hefur verið úthlutað lóðum þar sem við mannfólkið megum ekki byggja og álfabyggðir jafnvel fengið götunúmer. Vitund okkar um náttúruvætti í umhverfinu hefur nært og eflt sköpunargleði okkar í ritlist, myndlist, tónlist, leikritun og kvikmyndum, handverki og lifandi hefðum frásagnarlistarinnar. Já, við erum rík – svo rík í mörgum skilningi. Frumkvöðull og fornkvöðull Ég telst vera frumkvöðull, ég hrindi í framkvæmd nýstárlegum hugmyndum, sem líta dagsins ljós, sem ég vil meina að bæti og sé nauðsynlegt fyrir samfélagið okkar í dag. Einnig hef ég stofnað sprotafyrirtækið Huldustígur ehf. En um leið segist ég vera fornkvöðull. Nýtt orð, já, sem lýsir mér vel. Ég tala um forna og frumstæða þekkingu dags daglega, eins og það að lesa í landið sitt og nýta náttúrugreind sína . Mögulega hefur menntun mín sem garðyrkjufræðingur og það að vera ættleidd gert það að verkum að ég tel eðlilegt að leita að upprunanum. Hvert liggja rætur mínar? Ég finn í hjarta mínu, að ég er af frumbyggjum komin - frumbyggjum Íslands og þörf mín fyrir því að viðhalda þeirra þekkingu er mikil. Frumbyggjar teljast þeir er búa yfir sérstæðri menningu sem er nátengd náttúrunni og auðæfum hennar. Þeir eru félagslega, menningarlega og /eða tungumálalega ólíkir meirihluta íbúa í heiminum. Í dag hefur náttúran krefjandi þörf fyrir náttúrugreind okkar, sem kalla sig frumbyggja. Við hér á Íslandi höfum þessa þekkingu. Ég stend fyrir fræðslu og skynjun í náttúrunni - um aðrar víddir og þá er ég að tala um álfa, huldufólk, tröll, dreka og hafmeyjar, tilveru þeirra og tilverurétti og stuðla þannig að því að við tengjumst náttúrunni og skynjum hana á fjölbreyttan hátt ; leyfum henni að eiga við okkur orð, bindumst henni tryggðar- og vináttuböndum og þiggjum leiðsögn frá þeim sem dvelja samhliða okkur – en í annarri vídd. Náttúran finnur þar vel fyrir hugsunum okkar og gjörðum – eins og við þeirra. Traust og stolt Nýverið bauðst mér, völvunni og álfahvíslaranum frá Íslandi, og kvikmyndagerðarkonunni Ingu Lísu Middleton að taka þátt í menningarviðburði í íslenska sendiráðinu í London. Reyndar var erindi okkar tveggja tilefni þessa menningarviðburðar. Við vorum komnar til að kynna sögu álfa og huldufólks ofl. á Íslandi og hvernig vitneskja okkar um það, hefur um aldir birst í menningararfi okkar . Erindið var að vitna um hvernig vitund og vitneskja um álfa, huldufólk og tröll getur nýst í aðgerðum í loftslagsmálum, okkur og komandi kynslóðum til heilla. Flestir gestanna voru enskumælandi og margir tengdir öðrum sendiráðum í London. Í samtölum við þá varð mér ljóst hversu einstök og verðmæt þjóðararfleifð okkar er á heimsvísu. Sem talskona frumbyggja var ég minnt á að trúlega erum við eina þjóð heims sem ennþá á allt sitt. Við búum við fjölbreytilega náttúru heillar eyju og hafsins úti fyrir auk þess að eiga hreinan, óáþreifanlegan arf sem tengist trúnni á og samtalinu við náttúruna. Og við eigum tungumál og bókmenntir sem geyma söguna um þetta órofa samband lands og þjóðar. Samhliða þessari blessun höfum við varðveitt stoltið okkar, við vitum hvaðan við komum og hver við erum og að landið okkar treystir okkur. Næstu kynslóðum til handa Fjöldi þjóða hefur hlunnfarið frumbyggja lands síns og lítilsvirt náttúrugreind þeirra og þekkingu. Ég hef þá trú að við, frumbyggjarnir, þurfum að standa saman nú sem endranær. Við verðum að eiga frumkvæði að fræðslu um verðmæta náttúruskynjun og óáþreifanlegan menningararf okkar. Almenn þekking á því sviði getur skapað dýpri skilning á umhverfisvernd og tækifæri fyrir náttúru okkar og auðlindir, ekki aðeins okkar vegna heldur einnig komandi kynslóða. Höfundur er völva og verkefnastjóri Huldustígs ehf.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun