Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2025 18:00 Neymar fagnar einu af 79 mörkum sínum fyrir brasilíska landsliðið. Getty/ Pedro Vilela Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er kominn aftur í brasilíska landsliðið en hann er í hópnum fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Það eru sautján mánuðir síðan að Neymar var síðast með landsliðinu en það var einmitt í þeim leik sem hann sleit krossband í október 2023. Neymar hefur skorað 79 mörk í 128 landsleikjum fyrir Brasilíu og er markahæsti leikmaðurinn í sögu brasilíska landsliðsins. He's 𝐛𝐚𝐜𝐤 🇧🇷 Neymar has been named to the Brazil squad that will face Colombia and Argentina in the upcoming international break He last featured for the Seleção in October 2023. pic.twitter.com/zuhjDwTETs— B/R Football (@brfootball) March 6, 2025 Hann hefur lýst yfir áhuga sínum að spila á heimsmeistaramótinu á næsta ári en keppnin fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Komandi leikir eru á móti Kólumbíu og Argentínu. Neymar er nú 33 ára gamall og að spila með æskufélagi sínu Santos í Brasilíu. Hann hefur skoraði beint úr hornspyrnu og beint úr aukaspyrnu í síðustu leikjum liðsins. Hann hefur alls skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum Santos. „Ánægður að vera kominn til baka,“ skrifaði Neymar á samfélagsmiðla sína. „Það er engin þörf á því að tala um það sem Neymar stendur fyrir. Hann er samt enn að komast í sitt besta form en við skiljum það og tökum mið af því. Við trúum samt að hæfileikar hans geti hjálpað okkur þótt að hann sé ekki í betri æfingu. Hann er líka leikmaður sem liðsfélagar hans í landsliðinu töluðum um að þeir vildu sjá í hópnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Dorival Júnior. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið sannfærandi í þessari undankeppni HM án Neymar. Liðið er bara í fimmta sæti í Suðurameríkuriðlinum, sjö stigum á eftir toppliði Argentínu. Brassarnir hafa unnið fimm leiki og tapað fjórum í undankeppninni. 🚨🇧🇷 Neymar Jr, back as part of Brazil squad for the upcoming international games. pic.twitter.com/DH308dWqxL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 6, 2025 HM 2026 í fótbolta Brasilía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Það eru sautján mánuðir síðan að Neymar var síðast með landsliðinu en það var einmitt í þeim leik sem hann sleit krossband í október 2023. Neymar hefur skorað 79 mörk í 128 landsleikjum fyrir Brasilíu og er markahæsti leikmaðurinn í sögu brasilíska landsliðsins. He's 𝐛𝐚𝐜𝐤 🇧🇷 Neymar has been named to the Brazil squad that will face Colombia and Argentina in the upcoming international break He last featured for the Seleção in October 2023. pic.twitter.com/zuhjDwTETs— B/R Football (@brfootball) March 6, 2025 Hann hefur lýst yfir áhuga sínum að spila á heimsmeistaramótinu á næsta ári en keppnin fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Komandi leikir eru á móti Kólumbíu og Argentínu. Neymar er nú 33 ára gamall og að spila með æskufélagi sínu Santos í Brasilíu. Hann hefur skoraði beint úr hornspyrnu og beint úr aukaspyrnu í síðustu leikjum liðsins. Hann hefur alls skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum Santos. „Ánægður að vera kominn til baka,“ skrifaði Neymar á samfélagsmiðla sína. „Það er engin þörf á því að tala um það sem Neymar stendur fyrir. Hann er samt enn að komast í sitt besta form en við skiljum það og tökum mið af því. Við trúum samt að hæfileikar hans geti hjálpað okkur þótt að hann sé ekki í betri æfingu. Hann er líka leikmaður sem liðsfélagar hans í landsliðinu töluðum um að þeir vildu sjá í hópnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Dorival Júnior. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið sannfærandi í þessari undankeppni HM án Neymar. Liðið er bara í fimmta sæti í Suðurameríkuriðlinum, sjö stigum á eftir toppliði Argentínu. Brassarnir hafa unnið fimm leiki og tapað fjórum í undankeppninni. 🚨🇧🇷 Neymar Jr, back as part of Brazil squad for the upcoming international games. pic.twitter.com/DH308dWqxL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 6, 2025
HM 2026 í fótbolta Brasilía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira