Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2025 08:56 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir margar tillögurnar hljóma mjög kunnuglega í sín eyru. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja allar þær hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem miði að því að minnka ríkisrekstur hér á landi og draga úr ríkisbákninu. Þó spyr hún hvort að tillögurnar feli í sér raunverulega hagræðingu eða tilfærslu á útgjöldum. Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra voru kynntar í gær og kom fram að hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í ríkisrekstrinum næstu fjögur árin. Kynntar voru sextíu hagræðingartillögur, en forsætisráðherra skipaði hagræðingarhópinn í lok janúar til að fara yfir um tíu þúsund hagræðingartillögur sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda. Kunnuglegar tillögur Guðrún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri búin að renna yfir tillögurnar og fylgdist sömuleiðis með blaðamannafundinum. „Ég auðvitað fagna öllum þeim tillögum sem koma fram um það að minnka ríkisrekstur og minnka báknið hér á landi. En maður getur auðvitað líka spurt sig að því: Er þetta raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum,“ spyr Guðrún. Hún segir að þarna séu margar tillögur sem að hljómi mjög kunnuglega í sín eyru. „Þarna eru til dæmis hagræðingartillögur sem ég var með á þingmálaskrá hjá mér fyrir áramót eins og til dæmis sameining héraðsdómstólanna. Þarna er verið að tala um sameiningu háskóla, sameiningu lögregluembætta og margt annað sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir í mjög mörg ár. Eins og til dæmis að minnka gullhúðun.“ Ríkisreksturinn þjóni borgurunum en ekki kerfinu Guðrún segist sömuleiðis benda á að þetta séu enn sem komið er bara tillögur. „Það er talað um sjötíu milljarða á fjórum eða fimm árum. Það á algerlega eftir að taka þessar tillögur, fara með þær inn í vinnuhóp og verðmeta þær. Þannig að þessi tala er nú ekki meitluð í stein.“ En munið þið styðja tillögur sem koma þarna fram, tillögur sem þið Sjálfstæðismenn hafi áður lagt fram? „Við Sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu styðja allar góðar tillögur í þá veruna að minnka ríkisrekstur, ná fram hagræðingu. Ég vil líka fá að nefna í blálokin að þessar tillögur þær eiga ekki að miða að því bara að hagræðingu heldur eiga þær að miða að því að ríkisrekstur á Íslandi sé minni, hann sé skilvirkur og hann þjóni borgurunum fyrst og síðast en ekki kerfinu,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra voru kynntar í gær og kom fram að hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í ríkisrekstrinum næstu fjögur árin. Kynntar voru sextíu hagræðingartillögur, en forsætisráðherra skipaði hagræðingarhópinn í lok janúar til að fara yfir um tíu þúsund hagræðingartillögur sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda. Kunnuglegar tillögur Guðrún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri búin að renna yfir tillögurnar og fylgdist sömuleiðis með blaðamannafundinum. „Ég auðvitað fagna öllum þeim tillögum sem koma fram um það að minnka ríkisrekstur og minnka báknið hér á landi. En maður getur auðvitað líka spurt sig að því: Er þetta raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum,“ spyr Guðrún. Hún segir að þarna séu margar tillögur sem að hljómi mjög kunnuglega í sín eyru. „Þarna eru til dæmis hagræðingartillögur sem ég var með á þingmálaskrá hjá mér fyrir áramót eins og til dæmis sameining héraðsdómstólanna. Þarna er verið að tala um sameiningu háskóla, sameiningu lögregluembætta og margt annað sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir í mjög mörg ár. Eins og til dæmis að minnka gullhúðun.“ Ríkisreksturinn þjóni borgurunum en ekki kerfinu Guðrún segist sömuleiðis benda á að þetta séu enn sem komið er bara tillögur. „Það er talað um sjötíu milljarða á fjórum eða fimm árum. Það á algerlega eftir að taka þessar tillögur, fara með þær inn í vinnuhóp og verðmeta þær. Þannig að þessi tala er nú ekki meitluð í stein.“ En munið þið styðja tillögur sem koma þarna fram, tillögur sem þið Sjálfstæðismenn hafi áður lagt fram? „Við Sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu styðja allar góðar tillögur í þá veruna að minnka ríkisrekstur, ná fram hagræðingu. Ég vil líka fá að nefna í blálokin að þessar tillögur þær eiga ekki að miða að því bara að hagræðingu heldur eiga þær að miða að því að ríkisrekstur á Íslandi sé minni, hann sé skilvirkur og hann þjóni borgurunum fyrst og síðast en ekki kerfinu,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02
Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27