Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. mars 2025 07:02 Í dag höldum við áfram að rýna í stjórnendatýpurnar fjórar og lærum hvernig við mögulega getum breytt takti í samskiptum þannig að við séum að vinna betur með þeim miðað við hvaða týpa yfirmaðurinn okkar er. Því það er algjör óþarfi fyrir okkur að taka mörgu í þeirra fari sem eitthvað persónulegt í okkar garð. Vísir/Getty Það er erfitt að upplifa okkur í draumastarfinu eða vera mjög ánægð í vinnunni okkar, en líða samt eins og við séum ekki alveg að smella saman við yfirmanninn okkar. En kannski gæti það hjálpað að skilja betur hvers konar týpa yfirmaðurinn okkar telst vera sem stjórnandi og vinna síðan í því sjálf að efla okkur gagnvart þeirri týpu. Í gær og í dag rýnir Atvinnulífið í fjórar týpur stjórnenda og hvernig starfsfólk getur eflt sjálft sig í að vinna með þeim sem helst á við á þeirra vinnustað. Góðu ráðin: Hver er þín týpa? Týpurnar fjórar sem um ræðir kallast Yfirboðarinn, Klappstýran, Umönnunaraðilinn og Regluvörðurinn. Skilgreiningarnar eru miðað við þær týpur sem fram koma í bókinni Managing Up: How to Get What You Need from the People in Charge by Melody Wilding og kom út núna í vikunni. Hér er hægt að lesa nánar um hverja týpu fyrir sig. En eitt er að skilja hvernig týpa yfirmaðurinn okkar er og annað er að líða vel í samstarfinu með honum/henni. Hér eru nokkur góð ráð miðað við samvinnu við hverja og eina týpu. 1. Yfirboðarinn (e. The Commander) Ekki taka því persónulega þótt þessi yfirmaður gagnrýni hugmyndir eða skoðanir sem þú viðrar. Því þessi stjórnandi á það til að nýta þessa aðferðarfræði til að testa þig, sjá hvernig þú bregst við því álagi að þurfa að standa frammi fyrir svörum. Þetta er líka aðferð þessarar týpu til að forðast mistök og virka sterkari sem leiðtogar sjálfir. Þess vegna er einfaldlega gott að horfa frekar á þessi samtöl sem eitthvað sem einkennir þessa týpu stjórnanda, frekar en að vera að taka þessu persónulega til þín eða upplifa gagnrýnina eða samtalið sem einhvers konar gagnrýni á þig og þín störf. Annað sem gott er að hafa í huga þegar þú vinnur með þessari týpu er að vera ekkert að eyða tíma í óþarfa spjall. Því þessi týpa er alltaf að vinna og finnst tíminn svo verðmætur að honum megi ekki sóa í óþarfa. Að nálgast viðkomandi með því að segja eitthvað eins og ,,Ég veit þú ert upptekin/n þannig að ég vind mér bara beint í erindið…..“ eða ,,Eitt stutt….“ og segja síðan frá. Í samskiptum við þennan yfirmann skiptir líka miklu máli að þú sýnir sjálfstraust. Hafir skoðanir og sért markviss í tali. Til dæmis með því að orða hlutina eins og ,,mér finnst, ég tel, mín skoðun er, ég met það svo….“ og svo framvegis. 2. Klappstýran (e. The Cheerleader) Þú skalt ekki fara í neitt uppnám þótt þessi yfirmaður afboði allt í einu fund með þér á síðustu stundu. Því það er ekta klappstýru-stjórnandi. Eina sem þú þarft að passa þig á er að taka þá strax af skarið og leggja til nýjan tíma. Því annars er hætta á að yfirmaðurinn einfaldlega gleymi því að tala við þig eða því verkefni sem þú vildir fá að ræða. Góð leið er samt að orða hlutina þannig að þeir muni ekki taka langan tíma, en þurfi að ræðast sem fyrst. Talandi um þetta, er líka ágætt að hafa í huga að klappstýrutýpan er nokkuð gjörn á að breyta dagskránni og forgangsröðun. Jafnvel að kasta fram nýjum hugmyndum. En enginn okkar getur endalaust á okkur bætt þannig að stundum þarf að svara þessum stjórnanda með því að segja eitthvað eins og ,,já það væri gaman að hafa tíma í þetta en við þurfum auðvitað að klára það sem við erum að gera fyrst….“ Eitthvað sem bendir yfirmanninum á að nú þegar séu önnur verkefni sem þurfi að skilast. Vertu líka ekkert að svekkja þig á því ef þér finnst yfirmaðurinn sjaldan eða aldrei gefa þér skýra endurgjöf eða leiðbeiningar. Þetta er einfaldlega týpan sem er mikið að peppa hópinn upp sem liðsheild en minna að spá í hvern og einn. Ef þig langar hins vegar að fá aðeins betri leiðbeiningar eða endurgjöf, skaltu taka af skarið sjálf/ur og spyrja spurninga eins og: Já hvaða verkefni fannst þér heppnast best? Eða hvers vegna fannst þér þetta best?“ 3. Umönnunaraðilinn (e. The Caretaker) Láttu það ekkert fara í taugarnar á þér þótt þessi týpa sé oft að tékka á þér. Sumir upplifa þetta sem yfirmann sem er ekki alveg að treysta fólkinu sínu fyrir sínum verkefnum þegar hið rétta er að viðkomandi er einfaldlega að athuga hvort það sé ekki örugglega í lagi. Það sem er aftur á móti fínt að gera er að svara þá líka þannig að hjá þér sé allt í góðu lagi. Og vera bara skýr. Til dæmis með því að segja: Jú, gengur bara mjög vel. Læt vita ef mig vantar hjálp. Þessi týpa á það til að taka verkefni frá starfsfólkinu sínu og leysa úr málum sjálfur. Til að koma í veg fyrir þetta er fínt að þjálfa sig bara í viðbrögðum, sem þó eru kurteis. Til dæmis með því að segja: En hvernig hljómar að ég haldi aðeins áfram með þetta og við sjáum hvert það leiðir en læt annars vita? Ekki taka því neitt illa heldur þótt þessi yfirmaður eigi það til að gefa þér ekki upplýsingar fyrr en á elleftu stundu. Þetta er bara týpan og snýst ekkert um þig. En þar sem þessi týpa er svo gjörn á að halda að sér upplýsingum er ágætt að vera svolítið markviss í að spyrja spurninga sjálf. Til dæmis: Áður en ég fer í þetta, er eitthvað sem þér finnst að ég ætti að vita….? 4. Regluvörðurinn (The Controller) Mundu að þetta er íhaldssama týpan þannig að alls ekki taka því persónulega þótt yfirmaðurinn hafni einhverjum hugmyndum frá þér án þess einu sinni að skoða málin eða kynna sér þau til hlítar. Mögulega þarftu líka að huga að því hvernig þú berð upp tillögur um breytingar. Ein leið er til dæmis að orða hlutina þannig að breytingin hljómi ekkert endilega svo svakaleg. Til dæmis með því að segja: Spurning um að halda áfram að gera þetta eins og við erum vön en bæta um betur með því að gera þetta svona líka….? Mundu síðan að þótt þér finnist oft eins og yfirmaðurinn treysti þér ekki, þá er það ekkert endilega svo. Þessi týpa yfirmanna einfaldlega lítur á hluta af sínu starfi sem ákveðið eftirlitshlutverk. Gott er að vinna með þessum eiginleika með því að spyrja spurninga í upphafi verkefnis. Til dæmis með því að spyrja: Hvernig sérð þú fyrir þér að góð niðurstaða/lending/útkoma væri? Ekkert okkar er sérfræðingur í öllu en regluvörðurinn á það til að vænta þess af sínu starfsfólki þó, oft með því að dæla á starfsfólk alls konar upplýsingum. Ef svo er raunin, er ágætt að kasta boltanum kurteisislega til baka og spyrja spurninga eins og: Hvað í þessu finnst þér standa upp úr sem aðalatriðið? Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 „Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
En kannski gæti það hjálpað að skilja betur hvers konar týpa yfirmaðurinn okkar telst vera sem stjórnandi og vinna síðan í því sjálf að efla okkur gagnvart þeirri týpu. Í gær og í dag rýnir Atvinnulífið í fjórar týpur stjórnenda og hvernig starfsfólk getur eflt sjálft sig í að vinna með þeim sem helst á við á þeirra vinnustað. Góðu ráðin: Hver er þín týpa? Týpurnar fjórar sem um ræðir kallast Yfirboðarinn, Klappstýran, Umönnunaraðilinn og Regluvörðurinn. Skilgreiningarnar eru miðað við þær týpur sem fram koma í bókinni Managing Up: How to Get What You Need from the People in Charge by Melody Wilding og kom út núna í vikunni. Hér er hægt að lesa nánar um hverja týpu fyrir sig. En eitt er að skilja hvernig týpa yfirmaðurinn okkar er og annað er að líða vel í samstarfinu með honum/henni. Hér eru nokkur góð ráð miðað við samvinnu við hverja og eina týpu. 1. Yfirboðarinn (e. The Commander) Ekki taka því persónulega þótt þessi yfirmaður gagnrýni hugmyndir eða skoðanir sem þú viðrar. Því þessi stjórnandi á það til að nýta þessa aðferðarfræði til að testa þig, sjá hvernig þú bregst við því álagi að þurfa að standa frammi fyrir svörum. Þetta er líka aðferð þessarar týpu til að forðast mistök og virka sterkari sem leiðtogar sjálfir. Þess vegna er einfaldlega gott að horfa frekar á þessi samtöl sem eitthvað sem einkennir þessa týpu stjórnanda, frekar en að vera að taka þessu persónulega til þín eða upplifa gagnrýnina eða samtalið sem einhvers konar gagnrýni á þig og þín störf. Annað sem gott er að hafa í huga þegar þú vinnur með þessari týpu er að vera ekkert að eyða tíma í óþarfa spjall. Því þessi týpa er alltaf að vinna og finnst tíminn svo verðmætur að honum megi ekki sóa í óþarfa. Að nálgast viðkomandi með því að segja eitthvað eins og ,,Ég veit þú ert upptekin/n þannig að ég vind mér bara beint í erindið…..“ eða ,,Eitt stutt….“ og segja síðan frá. Í samskiptum við þennan yfirmann skiptir líka miklu máli að þú sýnir sjálfstraust. Hafir skoðanir og sért markviss í tali. Til dæmis með því að orða hlutina eins og ,,mér finnst, ég tel, mín skoðun er, ég met það svo….“ og svo framvegis. 2. Klappstýran (e. The Cheerleader) Þú skalt ekki fara í neitt uppnám þótt þessi yfirmaður afboði allt í einu fund með þér á síðustu stundu. Því það er ekta klappstýru-stjórnandi. Eina sem þú þarft að passa þig á er að taka þá strax af skarið og leggja til nýjan tíma. Því annars er hætta á að yfirmaðurinn einfaldlega gleymi því að tala við þig eða því verkefni sem þú vildir fá að ræða. Góð leið er samt að orða hlutina þannig að þeir muni ekki taka langan tíma, en þurfi að ræðast sem fyrst. Talandi um þetta, er líka ágætt að hafa í huga að klappstýrutýpan er nokkuð gjörn á að breyta dagskránni og forgangsröðun. Jafnvel að kasta fram nýjum hugmyndum. En enginn okkar getur endalaust á okkur bætt þannig að stundum þarf að svara þessum stjórnanda með því að segja eitthvað eins og ,,já það væri gaman að hafa tíma í þetta en við þurfum auðvitað að klára það sem við erum að gera fyrst….“ Eitthvað sem bendir yfirmanninum á að nú þegar séu önnur verkefni sem þurfi að skilast. Vertu líka ekkert að svekkja þig á því ef þér finnst yfirmaðurinn sjaldan eða aldrei gefa þér skýra endurgjöf eða leiðbeiningar. Þetta er einfaldlega týpan sem er mikið að peppa hópinn upp sem liðsheild en minna að spá í hvern og einn. Ef þig langar hins vegar að fá aðeins betri leiðbeiningar eða endurgjöf, skaltu taka af skarið sjálf/ur og spyrja spurninga eins og: Já hvaða verkefni fannst þér heppnast best? Eða hvers vegna fannst þér þetta best?“ 3. Umönnunaraðilinn (e. The Caretaker) Láttu það ekkert fara í taugarnar á þér þótt þessi týpa sé oft að tékka á þér. Sumir upplifa þetta sem yfirmann sem er ekki alveg að treysta fólkinu sínu fyrir sínum verkefnum þegar hið rétta er að viðkomandi er einfaldlega að athuga hvort það sé ekki örugglega í lagi. Það sem er aftur á móti fínt að gera er að svara þá líka þannig að hjá þér sé allt í góðu lagi. Og vera bara skýr. Til dæmis með því að segja: Jú, gengur bara mjög vel. Læt vita ef mig vantar hjálp. Þessi týpa á það til að taka verkefni frá starfsfólkinu sínu og leysa úr málum sjálfur. Til að koma í veg fyrir þetta er fínt að þjálfa sig bara í viðbrögðum, sem þó eru kurteis. Til dæmis með því að segja: En hvernig hljómar að ég haldi aðeins áfram með þetta og við sjáum hvert það leiðir en læt annars vita? Ekki taka því neitt illa heldur þótt þessi yfirmaður eigi það til að gefa þér ekki upplýsingar fyrr en á elleftu stundu. Þetta er bara týpan og snýst ekkert um þig. En þar sem þessi týpa er svo gjörn á að halda að sér upplýsingum er ágætt að vera svolítið markviss í að spyrja spurninga sjálf. Til dæmis: Áður en ég fer í þetta, er eitthvað sem þér finnst að ég ætti að vita….? 4. Regluvörðurinn (The Controller) Mundu að þetta er íhaldssama týpan þannig að alls ekki taka því persónulega þótt yfirmaðurinn hafni einhverjum hugmyndum frá þér án þess einu sinni að skoða málin eða kynna sér þau til hlítar. Mögulega þarftu líka að huga að því hvernig þú berð upp tillögur um breytingar. Ein leið er til dæmis að orða hlutina þannig að breytingin hljómi ekkert endilega svo svakaleg. Til dæmis með því að segja: Spurning um að halda áfram að gera þetta eins og við erum vön en bæta um betur með því að gera þetta svona líka….? Mundu síðan að þótt þér finnist oft eins og yfirmaðurinn treysti þér ekki, þá er það ekkert endilega svo. Þessi týpa yfirmanna einfaldlega lítur á hluta af sínu starfi sem ákveðið eftirlitshlutverk. Gott er að vinna með þessum eiginleika með því að spyrja spurninga í upphafi verkefnis. Til dæmis með því að spyrja: Hvernig sérð þú fyrir þér að góð niðurstaða/lending/útkoma væri? Ekkert okkar er sérfræðingur í öllu en regluvörðurinn á það til að vænta þess af sínu starfsfólki þó, oft með því að dæla á starfsfólk alls konar upplýsingum. Ef svo er raunin, er ágætt að kasta boltanum kurteisislega til baka og spyrja spurninga eins og: Hvað í þessu finnst þér standa upp úr sem aðalatriðið?
Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 „Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00
Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09
Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00
„Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00
„Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00