Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 11:41 Sigríður Júlía Brynleifsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía. Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía.
Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira