„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 08:30 Jonathan David bendir á Hákon Arnar Haraldsson eftir mark gegn Feyenoord í Meistaradeildinni. Getty/Rico Brouwer Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu. Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira