Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 09:02 Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun