Innlent

Ríkis­stjórnin fundar í Reykja­nes­bæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur.
Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Vísir/vilhelm

Fundur ríkisstjórnarinnar á morgun verður haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Ríkisstjórnin mun einnig eiga fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og með bæjarstjórn Grindavíkur.

Heimsókn ríkisstjórnarinnar á Reykjanes lýkur með skoðunarferð um öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.

Ríkisstjórnin fundar allajafna þriðjudags- og föstudagsmorgna í forsætisráðuneytinu við Hverfisgötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×