„Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Feðgarnir á góðri stundu eftir einn af sigrum Gunnars í UFC Vísir/Getty Hvar og hvenær sem Gunnar Nelson stígur inn í bardagabúrið er næsta víst að faðir hans sé þar í hans horni og segir bardagakappinn það ómetanlegt. Gunnar stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC sambandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkjamanninum Kevin Holland. Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og umboðsmaður Haraldur Dean Nelson sem hefur fylgt syni sínum í gegnum atvinnumannaferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bardaga sinn sem kveðjubardaga. Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lögleiðingu MMA hér á landi. Ykkar samband í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upplifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýrmætt, eitthvað sem verður dýrmætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu? „Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn umboðsmaður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér einhvern veginn inn í framhaldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglulega upp. Þetta er einhvern veginn ómetanlegt.“ Og þessi vegferð ykkar kjarnast svo einhvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni. „Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem framkvæmdarstjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Íslandi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“ Gunnar Nelson mætir Kevin Holland á bardagakvöldi UFC í London þann 22.mars næstkomandi. MMA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Gunnar stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC sambandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkjamanninum Kevin Holland. Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og umboðsmaður Haraldur Dean Nelson sem hefur fylgt syni sínum í gegnum atvinnumannaferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bardaga sinn sem kveðjubardaga. Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lögleiðingu MMA hér á landi. Ykkar samband í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upplifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýrmætt, eitthvað sem verður dýrmætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu? „Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn umboðsmaður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér einhvern veginn inn í framhaldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglulega upp. Þetta er einhvern veginn ómetanlegt.“ Og þessi vegferð ykkar kjarnast svo einhvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni. „Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem framkvæmdarstjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Íslandi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“ Gunnar Nelson mætir Kevin Holland á bardagakvöldi UFC í London þann 22.mars næstkomandi.
MMA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira