Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 11:37 Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vísir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni. Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni.
Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira