Innlent

Slökkvi­liðs­menn felldu samninginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Samningurinn var felldur með 52,65 prósentum atkvæða, samkvæmt tilkynningu til meðlima frá því í dag.
Samningurinn var felldur með 52,65 prósentum atkvæða, samkvæmt tilkynningu til meðlima frá því í dag. Vísir/Vilhelm

Meðlimir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa fellt kjarasamning sem samninganefndir sambandsins og sveitarfélaga gerðu fyrr í þessum mánuði. Þá höfðu viðræður staðið yfir í tæpa fimmtán mánuði og stefndi í verkfall.

Samningurinn var felldur með 52,65 prósentum atkvæða, samkvæmt tilkynningu til meðlima frá því í dag.

324 voru á kjörskrá og 245 tóku þátt, sem samsvarar 75,6 prósenta þátttöku. 110, eða 44,9 prósent sögðu já en 129, eða 52,65 prósent sögðu nei. Sex, eða 2,45 prósent, tóku ekki afstöðu.

Í janúar samþykktu 88 prósent félagsmanna að fara í verkfall, vegna pattstöðu í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þær aðgerðir áttu að hefjast 10. febrúar.

Því verkfalli var þó frestað þegar skrifað var undir nýjan samning og var verkföllum frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×