Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir fórnar höndum í landsleiknum gegn Sviss á föstudaginn. Hún hefur verið í afar litlu hlutverki hjá Wolfsburg í vetur. EPA-EFE/TIL BUERGY Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira