Dómara refsað vegna samskipta við Messi Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 22:33 Lionel Messi er yfirleitt miðpunktur athyglinnar hvar sem hann fer. Vísir/Getty Mexíkanski dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava komst í fréttirnar í vikunni eftir samskipti sín við Lionel Messi eftir leik Inter Miami og Sporting Kansas City. Þetta hefur nú dregið dilk á eftir sér. Inter Miami vann 1-0 sigur á Sporting Kansas City í vikunni þar sem Lionel Messi var í liði Inter Miami og skoraði eina mark leiksins. Hann fékk hins vegar ansi óvenjulega beiðni frá dómara eftir leikinn. Dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava er sagður hafa beðið Messi um treyju sína eftir leik en treyja Messi er líklega sú eftirsóttasta af þeim öllum meðal leikmanna og áhugafólks um fótbolta. Ekki kom fram hvort Messi hafði orðið við ósk dómarans en hann fór að minnsta kosti ekki úr henni úti á velli enda sautján stiga frost í Kansas þar sem leikurinn fór fram. En þessi beiðni dómarans hefur dregið dilk á eftir sér. Ortiz Nava var kallaður á fund forráðamanna MLS-deildarinnar og þar er hann sagður hafa viðurkennt að beiðnin hafi verið mistök, beðist afsökunar og sætt sig við refsingu. Ekki kemur fram hver refsingin er. Í samtali Ortiz Nava og starfsmanna deildarinnar kom fram að hann hafi ekki beðið um treyjuna fyrir sig sjálfan heldur fyrir aðila í fjölskylduna sem glímir við fötlun. Þetta skipti þó engu máli og mat deildarinnar að hegðun dómarans hafi ekki verið samkvæmt reglum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar í MLS-deildinni komast í fréttirnar í tengslum við Lionel Messi. Í fyrra var dómari tekinn af leik Inter Miami með eins dags fyrirvara eftir að hafa mætt í hlaðvarpsþátt íklæddur treyju félagsins. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira
Inter Miami vann 1-0 sigur á Sporting Kansas City í vikunni þar sem Lionel Messi var í liði Inter Miami og skoraði eina mark leiksins. Hann fékk hins vegar ansi óvenjulega beiðni frá dómara eftir leikinn. Dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava er sagður hafa beðið Messi um treyju sína eftir leik en treyja Messi er líklega sú eftirsóttasta af þeim öllum meðal leikmanna og áhugafólks um fótbolta. Ekki kom fram hvort Messi hafði orðið við ósk dómarans en hann fór að minnsta kosti ekki úr henni úti á velli enda sautján stiga frost í Kansas þar sem leikurinn fór fram. En þessi beiðni dómarans hefur dregið dilk á eftir sér. Ortiz Nava var kallaður á fund forráðamanna MLS-deildarinnar og þar er hann sagður hafa viðurkennt að beiðnin hafi verið mistök, beðist afsökunar og sætt sig við refsingu. Ekki kemur fram hver refsingin er. Í samtali Ortiz Nava og starfsmanna deildarinnar kom fram að hann hafi ekki beðið um treyjuna fyrir sig sjálfan heldur fyrir aðila í fjölskylduna sem glímir við fötlun. Þetta skipti þó engu máli og mat deildarinnar að hegðun dómarans hafi ekki verið samkvæmt reglum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar í MLS-deildinni komast í fréttirnar í tengslum við Lionel Messi. Í fyrra var dómari tekinn af leik Inter Miami með eins dags fyrirvara eftir að hafa mætt í hlaðvarpsþátt íklæddur treyju félagsins.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira