Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 09:32 Hákon Arnar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Lille í frönsku deildinni en því hafði Íslendingur ekki náð í þessari deild í meira en fjörutíu ár eða síðan Teitur Þórðarson gerði það vorið 1982. Getty/Jean Catuffe/Jeff Vinnick Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að skora meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni, Ligue 1. Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó Franski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Franski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn