„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Aron Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2025 08:03 Arnór Sigurðsson snýr aftur í sænsku úrvalsdeildina en nú með meisturum Malmö. Malmö FF Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. „Þetta er risalið. Ég held að hópurinn sem Malmö býr yfir í dag sé sterkasti hópurinn í Skandinavíu,“ segir Arnór. „Þeir eiga að vinna sænsku deildina og bikarinn. Það er pressa sem fylgir því og það heillar. Að fara keppa um titla og spila í Evrópu.“ Áhugi var á kröftum Arnórs víðs vegar að, meðal annars frá Svíþjóð og Danmörku. „En eftir að ég talaði við menn hjá Malmö þá var þetta engin spurning.“ Vænn bónus Og af fréttum í Svíþjóð að dæma er Arnór að fá væna summu fyrir það eitt að skrifa undir þriggja ára samning hjá félaginu. Herma heimildir Vísis að sú upphæð sé enn hærri en haldið hefur verið fram í sænskum miðlum og nemi hátt upp í tvö hundruð milljónum íslenskra króna. Peningarnir eru hins vegar ekki það sem skiptir Arnór mestu máli á þessu stigi ferilsins. Hann hefur átt erfitt uppdráttar mánuðum saman eftir langvinn veikindi og erfið meiðsli í þokkabót. Nú er hann hins vegar heill heilsu, klár í að láta til sín taka. „Undanfarið ár hefur verið mér erfitt. Mikið af meiðslum og veikindum. Ég vil bara fara út á völl og njóta þess að spila fyrir lið eins og Malmö þar sem að við eigum að fara í alla leiki og vinna þá. Það verður bara geggjað. Auðvitað verður mikil pressa í ljósi þess að þetta eru stór skipti og maður finnur strax að það verður pressa, bæði á mér en einnig liðinu. Ég þrífst á pressunni, það er eitthvað sem ýtir undir að ég vil gera enn betur.“ Rætt var við Arnór í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld: Var ekki að fara velja neitt annað en Malmö Arnór kannast vel við sig í sænsku deildinni eftir tíma þar hjá Norrköping. Hann ræddi við íslenskan yfirmann knattspyrnumála félagsins, Magna Fannberg, eftir að leiðir skildu við Blackburn en eins og hann segir sjálfur frá hér fyrir ofan gat hann ekki sagt nei við sænsku meistarana í Malmö. Arnór hefur leikið 34 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk. „Tíminn sem ég varði hjá Norrköping verður mér alltaf kær sem og stuðningsmenn félagsins. En á þessum tímapunkti áttum við Magni bara gott samtal og þetta var bara ekki að fara gerast. Ég var ekki að fara velja neitt annað þegar að Malmö kom inn í myndina. Erfitt og ekki erfitt. Svona er bara fótboltinn.“ Lét þetta ekki brjóta sig niður Að baki stormasöm endalok hjá Blackburn þar sem Arnór var settur út í kuldann, skömmu áður en hann varð aftur heill heilsu. „Óvænt staða því samtölin sem ég var búinn að eiga við þjálfarann og stjórnarmenn áður en að þetta gerist voru bara mjög góð og fyrir mig var það spennandi tilhugsun að snúa aftur á völlinn og hjálpa liðinu að komast upp í umspilssæti. En á sama tíma, þegar að ég fékk þessar fréttir, var ég fljótur að kúpla mig inn á að eitthvað nýtt og gott kæmi út úr þessu. Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig því ég vissi að þetta hafði ekkert að gera með það hversu góður í fótbolta ég væri, heldur miklu frekar viðskiptaleg- og pólitískt eðlis. Skrítnir dagar en á sama tíma er ég mjög sáttur með hver staðan er í dag.“ Arnór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu fyrir Blackburn gegn Oxford United í ágúst.Getty/Lee Parker Skömmu eftir að samningi Arnórs við Blackburn var rift hoppaði þjálfari liðsins, John Eustace, frá borði og tók við Derby County. „Það kom mér svo sem ekkert á óvart vitandi það hvernig hlutirnir hafa verið að þróast þarna án þess að segja of mikið. En auðvitað leiðinlegt þar sem að félagið er í mjög góðri stöðu í 5.sæti deildarinnar núna.“ Engin endastöð Arnór naut tímans á Englandi og útilokar ekki að snúa aftur þangað einn daginn, draumur hans er enn að spila í ensku úrvalsdeildinni en nú einbeitir hann sér að verkefninu framundan með Malmö. „Ég er 25 ára og á nóg eftir. Er að fara inn í þessi svokölluðu bestu ár á mínum ferli í boltanum. Það er engin spurning að auðvitað dreymi manni um að spila á hæsta gæðastigi boltans. Nú er ég kominn í stóran klúbb hjá Malmö og veit að það fylgjast mörg augu með manni þar. Þó ég muni náttúrulega bara vera einbeittur á verkefnið framundan hjá Malmö þá sé ég það félag ekki sem einhverja endastöð.“ Ungur að árum en margt óvænt hefur átt sér stað á ferli Arnórs, bæði er hann var leikmaður CSKA Moskvu þegar að Rússar réðust inn í Úkraínu og nú hjá Blackburn þegar að á örskotstundu staða hans breyttist. „Hlutirnir sem maður hefur gengið í gegnum á stuttum ferli kenna manni mikið. Það er það sem hefur mótað mig, bæði sem manneskju og leikmann. Það er ekkert öruggt í þessum heimi, þessi heimur getur verið harður og geðveikt skemmtilegur. Það er stutt á milli í þessu, maður þarf bara að muna að njóta hvers einasta dags.“ Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Sjá meira
„Þetta er risalið. Ég held að hópurinn sem Malmö býr yfir í dag sé sterkasti hópurinn í Skandinavíu,“ segir Arnór. „Þeir eiga að vinna sænsku deildina og bikarinn. Það er pressa sem fylgir því og það heillar. Að fara keppa um titla og spila í Evrópu.“ Áhugi var á kröftum Arnórs víðs vegar að, meðal annars frá Svíþjóð og Danmörku. „En eftir að ég talaði við menn hjá Malmö þá var þetta engin spurning.“ Vænn bónus Og af fréttum í Svíþjóð að dæma er Arnór að fá væna summu fyrir það eitt að skrifa undir þriggja ára samning hjá félaginu. Herma heimildir Vísis að sú upphæð sé enn hærri en haldið hefur verið fram í sænskum miðlum og nemi hátt upp í tvö hundruð milljónum íslenskra króna. Peningarnir eru hins vegar ekki það sem skiptir Arnór mestu máli á þessu stigi ferilsins. Hann hefur átt erfitt uppdráttar mánuðum saman eftir langvinn veikindi og erfið meiðsli í þokkabót. Nú er hann hins vegar heill heilsu, klár í að láta til sín taka. „Undanfarið ár hefur verið mér erfitt. Mikið af meiðslum og veikindum. Ég vil bara fara út á völl og njóta þess að spila fyrir lið eins og Malmö þar sem að við eigum að fara í alla leiki og vinna þá. Það verður bara geggjað. Auðvitað verður mikil pressa í ljósi þess að þetta eru stór skipti og maður finnur strax að það verður pressa, bæði á mér en einnig liðinu. Ég þrífst á pressunni, það er eitthvað sem ýtir undir að ég vil gera enn betur.“ Rætt var við Arnór í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld: Var ekki að fara velja neitt annað en Malmö Arnór kannast vel við sig í sænsku deildinni eftir tíma þar hjá Norrköping. Hann ræddi við íslenskan yfirmann knattspyrnumála félagsins, Magna Fannberg, eftir að leiðir skildu við Blackburn en eins og hann segir sjálfur frá hér fyrir ofan gat hann ekki sagt nei við sænsku meistarana í Malmö. Arnór hefur leikið 34 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk. „Tíminn sem ég varði hjá Norrköping verður mér alltaf kær sem og stuðningsmenn félagsins. En á þessum tímapunkti áttum við Magni bara gott samtal og þetta var bara ekki að fara gerast. Ég var ekki að fara velja neitt annað þegar að Malmö kom inn í myndina. Erfitt og ekki erfitt. Svona er bara fótboltinn.“ Lét þetta ekki brjóta sig niður Að baki stormasöm endalok hjá Blackburn þar sem Arnór var settur út í kuldann, skömmu áður en hann varð aftur heill heilsu. „Óvænt staða því samtölin sem ég var búinn að eiga við þjálfarann og stjórnarmenn áður en að þetta gerist voru bara mjög góð og fyrir mig var það spennandi tilhugsun að snúa aftur á völlinn og hjálpa liðinu að komast upp í umspilssæti. En á sama tíma, þegar að ég fékk þessar fréttir, var ég fljótur að kúpla mig inn á að eitthvað nýtt og gott kæmi út úr þessu. Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig því ég vissi að þetta hafði ekkert að gera með það hversu góður í fótbolta ég væri, heldur miklu frekar viðskiptaleg- og pólitískt eðlis. Skrítnir dagar en á sama tíma er ég mjög sáttur með hver staðan er í dag.“ Arnór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu fyrir Blackburn gegn Oxford United í ágúst.Getty/Lee Parker Skömmu eftir að samningi Arnórs við Blackburn var rift hoppaði þjálfari liðsins, John Eustace, frá borði og tók við Derby County. „Það kom mér svo sem ekkert á óvart vitandi það hvernig hlutirnir hafa verið að þróast þarna án þess að segja of mikið. En auðvitað leiðinlegt þar sem að félagið er í mjög góðri stöðu í 5.sæti deildarinnar núna.“ Engin endastöð Arnór naut tímans á Englandi og útilokar ekki að snúa aftur þangað einn daginn, draumur hans er enn að spila í ensku úrvalsdeildinni en nú einbeitir hann sér að verkefninu framundan með Malmö. „Ég er 25 ára og á nóg eftir. Er að fara inn í þessi svokölluðu bestu ár á mínum ferli í boltanum. Það er engin spurning að auðvitað dreymi manni um að spila á hæsta gæðastigi boltans. Nú er ég kominn í stóran klúbb hjá Malmö og veit að það fylgjast mörg augu með manni þar. Þó ég muni náttúrulega bara vera einbeittur á verkefnið framundan hjá Malmö þá sé ég það félag ekki sem einhverja endastöð.“ Ungur að árum en margt óvænt hefur átt sér stað á ferli Arnórs, bæði er hann var leikmaður CSKA Moskvu þegar að Rússar réðust inn í Úkraínu og nú hjá Blackburn þegar að á örskotstundu staða hans breyttist. „Hlutirnir sem maður hefur gengið í gegnum á stuttum ferli kenna manni mikið. Það er það sem hefur mótað mig, bæði sem manneskju og leikmann. Það er ekkert öruggt í þessum heimi, þessi heimur getur verið harður og geðveikt skemmtilegur. Það er stutt á milli í þessu, maður þarf bara að muna að njóta hvers einasta dags.“
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Sjá meira