Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar 21. febrúar 2025 11:48 Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki. Þingheimur tók fyrir þetta merkilega mál í vikunni þar sem stjórnarflokkarnir hreinlega skildu ekki að stjórnarandstaðan skildi dirfast til að kveða sér hljóðs og reyna að halda uppi upplýstri umræðu um báknið í Brussel sem stendur til að gera okkur hluta að. Tökum þetta litla mál vikunnar út fyrir sviga. Týnum okkur ekki í töppunum. En þetta er algjör birtingarmynd þess hversu langt við þingmenn ætlum að ganga í því að skipta okkur að daglegu lífi landsmanna, hversu langt við ætlum að ganga í að setja á svona dellulög til þess eins að auka kostnað og gera líf þeirra sem hér búa flóknara. Stærra mál er kannski blessaður iPhone-síminn, sem þú lesandi góður ert mögulega að lesa þessa grein í. Samsung-menn og aðra bið ég afsökunar. Staðan er einfaldlega sú að kaupi tveir aðilar sér sitthvorn iPhone-inn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar er ekki að fullu um sama símann að ræða. Í evrópsku útgáfuna vantar gervigreindarforrit og hvers vegna er það? Það er vegna þess að Evrópusambandið er búið að setja tilskipanir og reglugerðir sem útiloka það. Embættismenn og skriffinnskukerfi ESB virðist hreinlega ætla að setja á okkur lög um allt á milli himins og jarðar. Þetta er einfaldlega spurning um frelsi einstaklingsins. Þess vegna saknaði ég þingmanna Viðreisnar mikið í þessari umræðu í vikunni og reyndar líka í öðru frelsismáli um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Flokkurinn sem er svo duglegur að tala um frelsið í kosningabaráttu sést varla nú þegar slík mál eru rædd í þingsal. En, vitaskuld sýni ég vinum mínum í Viðreisn fullan skilning. Þau eru í reipitogi við sig sjálf að reyna að halda á lofti fána frelsisins á sama tíma og stefnan er sett í Evrópusambandið. Stofnunina sem treystir okkur ekki fyrir flöskutöppum eða fullmótuðum símum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Evrópusambandið Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki. Þingheimur tók fyrir þetta merkilega mál í vikunni þar sem stjórnarflokkarnir hreinlega skildu ekki að stjórnarandstaðan skildi dirfast til að kveða sér hljóðs og reyna að halda uppi upplýstri umræðu um báknið í Brussel sem stendur til að gera okkur hluta að. Tökum þetta litla mál vikunnar út fyrir sviga. Týnum okkur ekki í töppunum. En þetta er algjör birtingarmynd þess hversu langt við þingmenn ætlum að ganga í því að skipta okkur að daglegu lífi landsmanna, hversu langt við ætlum að ganga í að setja á svona dellulög til þess eins að auka kostnað og gera líf þeirra sem hér búa flóknara. Stærra mál er kannski blessaður iPhone-síminn, sem þú lesandi góður ert mögulega að lesa þessa grein í. Samsung-menn og aðra bið ég afsökunar. Staðan er einfaldlega sú að kaupi tveir aðilar sér sitthvorn iPhone-inn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar er ekki að fullu um sama símann að ræða. Í evrópsku útgáfuna vantar gervigreindarforrit og hvers vegna er það? Það er vegna þess að Evrópusambandið er búið að setja tilskipanir og reglugerðir sem útiloka það. Embættismenn og skriffinnskukerfi ESB virðist hreinlega ætla að setja á okkur lög um allt á milli himins og jarðar. Þetta er einfaldlega spurning um frelsi einstaklingsins. Þess vegna saknaði ég þingmanna Viðreisnar mikið í þessari umræðu í vikunni og reyndar líka í öðru frelsismáli um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Flokkurinn sem er svo duglegur að tala um frelsið í kosningabaráttu sést varla nú þegar slík mál eru rædd í þingsal. En, vitaskuld sýni ég vinum mínum í Viðreisn fullan skilning. Þau eru í reipitogi við sig sjálf að reyna að halda á lofti fána frelsisins á sama tíma og stefnan er sett í Evrópusambandið. Stofnunina sem treystir okkur ekki fyrir flöskutöppum eða fullmótuðum símum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun