Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2025 11:03 Nicky Hayen, þjálfari belgíska félagsins Club Brugge fagnar hér sigrinum óvænta á Atalanta í gær. Getty/Francesco Scaccianoce Nicky Hayen, þjálfari Club Brugge, er að gera frábæra hluti með liðið í Meistaradeildinni en belgíska félagið komst í gærkvöldi í sextán liða úrslit keppninnar. Club Brugge fór til Ítalíu og vann 3-1 útisigur á Atalanta. Belgarnir unnu þar með 5-2 samanlagt því þeir unnu fyrri leikinn 2-1. Þetta voru ein óvæntustu úrslitin í umspilinu til þessa. Blaðamannafundur þjálfarans fyrir leikinn mikilvæga vakti líka nokkra athygli. Hinn 44 ára gamli Hayen viðurkenndi þá að tala við móður sína fyrir hvern leik. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt nema vegna þess að hún er ekki á lífi. Hayen missti móður sína fyrir fjórum árum. „Ég tala við móður mína fyrir hvern leik. Hún lést fyrir fjórum langt fyrir aldur fram,“ sagði Nicky Hayen. „Á síðasta tímabili fyrir úrslitakeppnina í belgísku deildinni þá sagði ég henni að ég vildi gera eitthvað klikkað og að lokum þá unnum við titilinn,“ sagði Hayen. „Er ég mjög trúaður? Nei, en mér finnst þetta gefa mér eitthvað. Ég verð því að trúa að það sé eitthvað þarna úti,“ sagði Hayen. Hayen fékk fastráðningu sem þjálfari Club Brugge í júní í fyrra. Hann hafði tekið tímabundið við í marsmánuði. Liðið er nú komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og er i öðru sæti belgísku deildarinnar, átta stigum á eftir Genk. Club Brugge manager Nicky Hayen kept his ritual of speaking to his late mother before their UCL playoff vs. Atalanta.The reigning Belgian Pro League champions are now into the last 16 after finishing 24th in the league phase 🌟 pic.twitter.com/Vj6vXxfjy3— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
Club Brugge fór til Ítalíu og vann 3-1 útisigur á Atalanta. Belgarnir unnu þar með 5-2 samanlagt því þeir unnu fyrri leikinn 2-1. Þetta voru ein óvæntustu úrslitin í umspilinu til þessa. Blaðamannafundur þjálfarans fyrir leikinn mikilvæga vakti líka nokkra athygli. Hinn 44 ára gamli Hayen viðurkenndi þá að tala við móður sína fyrir hvern leik. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt nema vegna þess að hún er ekki á lífi. Hayen missti móður sína fyrir fjórum árum. „Ég tala við móður mína fyrir hvern leik. Hún lést fyrir fjórum langt fyrir aldur fram,“ sagði Nicky Hayen. „Á síðasta tímabili fyrir úrslitakeppnina í belgísku deildinni þá sagði ég henni að ég vildi gera eitthvað klikkað og að lokum þá unnum við titilinn,“ sagði Hayen. „Er ég mjög trúaður? Nei, en mér finnst þetta gefa mér eitthvað. Ég verð því að trúa að það sé eitthvað þarna úti,“ sagði Hayen. Hayen fékk fastráðningu sem þjálfari Club Brugge í júní í fyrra. Hann hafði tekið tímabundið við í marsmánuði. Liðið er nú komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og er i öðru sæti belgísku deildarinnar, átta stigum á eftir Genk. Club Brugge manager Nicky Hayen kept his ritual of speaking to his late mother before their UCL playoff vs. Atalanta.The reigning Belgian Pro League champions are now into the last 16 after finishing 24th in the league phase 🌟 pic.twitter.com/Vj6vXxfjy3— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira