„Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 11:31 Eggert Aron Guðmundsson hefur leikið með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. Getty/Seb Daly Eggerti Aroni Guðmundssyni brá heldur betur þegar hann lenti í Málaga á Spáni og norskir blaðamenn tóku á móti honum. Eggert skrifaði undir við Brann um helgina. Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Norski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Norski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn