Lífið

Helga Lind selur sjarmerandi í­búð í hjarta mið­borgarinnar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Lind er ein af forsprökkum Druslugöngunnar. Hún hefur búið sér afar fallegt heimili í miðbæ Reykjavíkur.
Helga Lind er ein af forsprökkum Druslugöngunnar. Hún hefur búið sér afar fallegt heimili í miðbæ Reykjavíkur.

Helga Lind Mar, teymisstjóri í Konukoti og einn af forsprökkum Druslugöngunnar, hefur sett íbúð sína við Ránargötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir.

Eignin sem um ræðir 57, 7 fermetra íbúð á fyrstu hæð með aukinni lofthæð í húsi sem var byggt árið 1927.

Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á sjarmerandi máta þar sem upprunalegur karakter og bygginarstíll fær að njóta sín. Heimilið er innréttað í afslöppuðum bóhem-stíl þar sem retro-húsgögn og ljósir pastellitir mætast á heillandi máta. Helga virðist hafa dálæti af listaverkum, en falleg verk prýða veggina, þar á meðal eftir listakonuna Júlíönnu Ósk Hafberg.

Eignin skiptist í forstofu, tvær samliggjandi stofur,  eldhús, svefnherbergi, og snyrtingu. Á fyrstu hæð er flísalagt sturtuherbergi, geymsla og sameiginlegt þvottahús. Útgengt er úr stofu á stórar suðursvalir með stiga niður í garð.

Í eldhúsinu er nýleg svört innrétting með borðplötu úr við og góðu skápaplássi. Inn af eldhúsi er búrskápur.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.