Innlent

Fjár­mála­ráð­herra um sam­runa bankanna og fundað í París

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Stjórn Íslandsbanka mun taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna á næsta fundi sínum. Rætt verður við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fjármála- og efnahagsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Meirihlutaviðræður í borginni ganga vel en standa enn yfir. Drög að málefnasamningi liggja fyrir. 

Evrópskir leiðtoga komu saman í París í dag til þess að ræða ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að taka yfir friðarviðræður um Úkraínu við Rússa. Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum kemur í myndver og rýnir í stöðuna.

Við heimsækjum álftina Viðar, sem slasaðist fyrir rúmum tveimur vikum. Viðar heldur nú til í fjölskyldu- og húsdýragarðinum á meðan hann jafnar sig.

Í íþróttapakkanum heyrum við í stjórnarkonu hjá ÍSÍ. Hún hefur miklar áhyggjur af banni Trumps á þátttöku trans kvenna í íþróttum. Og í Íslandi í dag heimsækjum við leikfélag Verzlunarskólans, sem setur La la land á svið, fyrst í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×