Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 11:31 Íshokkíleikur Bandaríkjanna og Kanada minnti um margt á bardagakvöld. getty/Minas Panagiotakis Ekki er ofsögum sagt að mikið hafi gengið á í leik karlaliða Kanada og Bandaríkjanna í 4 Nations Face-Off keppninni í íshokkí í fyrradag. Þrívegis brutust út slagsmál á fyrstu níu sekúndum leiksins. Mikil spenna var í loftinu fyrir leikinn í Bell Centre í Montreal í fyrradag. Kanadískir áhorfendur púuðu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla að leggja 25 prósent tollgjöld á innflutningsvörur frá Kanada og viðraði hugmyndir um að gera landið að 51. ríki Bandaríkjanna hefur verið púað meðan bandaríski þjóðsöngurinn hefur verið leikinn fyrir leiki í NHL og NBA í Kanada. Andrúmsloftið í leiknum í gær var rafmagnað og leikmenn voru greinilega sem hengdir upp á þráð. Eftir aðeins tvær sekúndur voru tveir leikmenn, Brandon Hagel hjá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Matthew Tkachuk, sendir í kælingu eftir að hafa látið hnefana tala. Skömmu síðar reif bróðir Tkachuks, Brady, af sér hanskana og byrjaði að slást við Kanadamanninn Sam Bennett. Loks slógust JT Miller og Colton Parayko en þrenn slagsmál brutust út á fyrstu níu sekúndum leiksins. Canada v USA hockey:Announcer: "In the spirit of this great game that unites everyone that you kindly respect the anthems and the players that represent each country."Canada fans roundly boo the US anthem. Mass fight 2 seconds in. Outstanding. pic.twitter.com/ftoZ3poddp— HLTCO (@HLTCO) February 16, 2025 Báðir þjálfarar báru blak af æsingamönnunum eftir leikinn og sögðu að lætin væru til marks um það hversu mikið var í húfi. Þetta var í fyrsta sinn í áratug sem leikmenn úr NHL mætast í landsleik. Venjulega sleppa NHL-leikmenn að taka þátt á heimsmeistaramótum og Vetrarólympíuleikum. Bandaríkin unnu leikinn, 3-1, og tryggðu sér sæti í úrslitum 4 Nations Face-Off. Í dag kemur í ljós hverjum bandaríska liðið mætir í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni fara fram í dag. Bandaríkjamenn mæta þá Svíum og Kanadamenn og Finnar eigast við. Íshokkí Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sjá meira
Mikil spenna var í loftinu fyrir leikinn í Bell Centre í Montreal í fyrradag. Kanadískir áhorfendur púuðu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla að leggja 25 prósent tollgjöld á innflutningsvörur frá Kanada og viðraði hugmyndir um að gera landið að 51. ríki Bandaríkjanna hefur verið púað meðan bandaríski þjóðsöngurinn hefur verið leikinn fyrir leiki í NHL og NBA í Kanada. Andrúmsloftið í leiknum í gær var rafmagnað og leikmenn voru greinilega sem hengdir upp á þráð. Eftir aðeins tvær sekúndur voru tveir leikmenn, Brandon Hagel hjá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Matthew Tkachuk, sendir í kælingu eftir að hafa látið hnefana tala. Skömmu síðar reif bróðir Tkachuks, Brady, af sér hanskana og byrjaði að slást við Kanadamanninn Sam Bennett. Loks slógust JT Miller og Colton Parayko en þrenn slagsmál brutust út á fyrstu níu sekúndum leiksins. Canada v USA hockey:Announcer: "In the spirit of this great game that unites everyone that you kindly respect the anthems and the players that represent each country."Canada fans roundly boo the US anthem. Mass fight 2 seconds in. Outstanding. pic.twitter.com/ftoZ3poddp— HLTCO (@HLTCO) February 16, 2025 Báðir þjálfarar báru blak af æsingamönnunum eftir leikinn og sögðu að lætin væru til marks um það hversu mikið var í húfi. Þetta var í fyrsta sinn í áratug sem leikmenn úr NHL mætast í landsleik. Venjulega sleppa NHL-leikmenn að taka þátt á heimsmeistaramótum og Vetrarólympíuleikum. Bandaríkin unnu leikinn, 3-1, og tryggðu sér sæti í úrslitum 4 Nations Face-Off. Í dag kemur í ljós hverjum bandaríska liðið mætir í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni fara fram í dag. Bandaríkjamenn mæta þá Svíum og Kanadamenn og Finnar eigast við.
Íshokkí Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sjá meira