Fótbolti

Frestað í Dan­mörku vegna frosts í jörðu

Sindri Sverrisson skrifar
Svona leit völlurinn í Álaborg út þegar ákveðið var að fresta leiknum.
Svona leit völlurinn í Álaborg út þegar ákveðið var að fresta leiknum. @aabsportdk

Dómarinn var ekki í vafa um að völlurinn skapaði hættu fyrir leikmenn og ákvað því að fresta leik AaB og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikurinn átti að verða sá fyrsti í deildinni síðan að vetrarfrí hófst í byrjun desember. Völlurinn í Álaborg er hins vegar frosinn og algjörlega óvíst hvenær leikurinn mun fara fram.

Troels K. Jensen, mótastjóri, segir við Bold að óraunhæft sé að leikurinn geti farið fram á morgun, miðað við veðurspána, og því skýrist seinna hvenær hægt verði að spila leikinn.

Dómarinn Morten Krogh var ekki í vafa um að fresta þegar hann sá völlinn.

„Að minnsta kosti þriðjungur vallarins var alveg frosinn og þá verður hann bæði harður og háll. Sem dómari verð ég að meta það hvort að aðstæður skapi hættu fyrir leikmenn og þannig var það svo sannarlega. Þess vegna var það auðveld ákvörðun að segja að hér yrði ekki spilað,“ sagði Krogh við Bold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×