Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld. Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira