Gunnar Nelson í frábæru standi í Króatíu Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Gunnar hefur verið að æfa hjá ATT Europe í Króatíu undanfarna daga Myndir: ATT Europe Íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af kappi í Króatíu fyrir endurkomu sína í búrið í mars næstkomandi. Gunnar hélt til Króatíu eftir að hafa upplifað sigursælt kvöld með bardagaköppum Mjölnis í Skotlandi á Goliath Fight Series. Mjölnir sendi fjóra bardagakappa til leiks og þeir unnu allir sína bardaga. Það er á bardagakvöldi UFC í O2 höllinni í London þar sem að Gunnar mætir hinum villta Kevin Holland sem er vel þekkt stærð innan UFC. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár en hann er á tveggja bardaga sigurgöngu og virkar í frábæru standi. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) Gunnar æfir hjá ATT Europe í Króatíu um þessar mundir en þar er einn af þjálfurum hans, Luka Jelcic. ATT hefur verið duglegt við að birta myndir og myndskeið af undirbúningi Gunnars en í viðtali við íþróttadeild á dögunum fór hann nánar ofan í saumana á því hvað það gefur honum að halda erlendis og undirbúa sig þar fyrir bardaga. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) „Þar erum við meðal annars að hugsa um æfingafélaga. Það er alltaf gott að fara út fyrir þægindarammann og fá nýja æfingafélaga. Síðan er striking-þjálfarinn minn í Króatíu, MMA-þjálfarinn minn John Kavanagh í Dublin. Ég hef alltaf farið út fyrir bardaga. Það setur mig í gírinn og þar finn ég meira úrval af æfingafélögum í kringum mína þyngd, atvinnumenn í MMA og svoleiðis,“ sagði Gunnar en ítarlegt viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Eftir að hafa staldrað aðeins við í Króatíu mun Gunnar ferðast yfir til Írlands og undirbúa sig undir handleiðslu John Kavanagh hjá SBG MMA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Gunnar hélt til Króatíu eftir að hafa upplifað sigursælt kvöld með bardagaköppum Mjölnis í Skotlandi á Goliath Fight Series. Mjölnir sendi fjóra bardagakappa til leiks og þeir unnu allir sína bardaga. Það er á bardagakvöldi UFC í O2 höllinni í London þar sem að Gunnar mætir hinum villta Kevin Holland sem er vel þekkt stærð innan UFC. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár en hann er á tveggja bardaga sigurgöngu og virkar í frábæru standi. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) Gunnar æfir hjá ATT Europe í Króatíu um þessar mundir en þar er einn af þjálfurum hans, Luka Jelcic. ATT hefur verið duglegt við að birta myndir og myndskeið af undirbúningi Gunnars en í viðtali við íþróttadeild á dögunum fór hann nánar ofan í saumana á því hvað það gefur honum að halda erlendis og undirbúa sig þar fyrir bardaga. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) „Þar erum við meðal annars að hugsa um æfingafélaga. Það er alltaf gott að fara út fyrir þægindarammann og fá nýja æfingafélaga. Síðan er striking-þjálfarinn minn í Króatíu, MMA-þjálfarinn minn John Kavanagh í Dublin. Ég hef alltaf farið út fyrir bardaga. Það setur mig í gírinn og þar finn ég meira úrval af æfingafélögum í kringum mína þyngd, atvinnumenn í MMA og svoleiðis,“ sagði Gunnar en ítarlegt viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Eftir að hafa staldrað aðeins við í Króatíu mun Gunnar ferðast yfir til Írlands og undirbúa sig undir handleiðslu John Kavanagh hjá SBG
MMA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira