„Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2025 07:30 Hér má risastóra fánann hjá stuðningsmönnum Manchester City. Getty/ Robbie Jay Barratt Stuðningsmenn Manchester City mættu til leiks á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi með risastóran fána þar sem þeir skutu vel á Real Madrid. Á þessum risastóra fána stóð „Stop Crying Your Heart Out" eða „Hættið þessu endalausa væli". Þar var visað í viðbrögð Real Madrid þegar þeir komust að því að Vinícius Junior fékk ekki Gullknöttinn. Allir frá Real fóru í fýlu, skrópuðu á verðlaunaafhendinguna og töluðu á eftir um að félaginu hafi verið sýnt virðingarleysi þegar gengið var framhjá þeirra manni. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Rodri, miðjumaður Manchester City, fékk Gullknöttinn en báðir áttu þeir frábært ár. Real Madrid lenti bæði 1-0 og 2-1 undir í leiknum í gær en þeir tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í lokin. Mörkin skoruðu þeir Brahim Diaz og Jude Bellingham en umræddur Vinicius Junior lagði upp þau bæði. „Ég sá þetta. Þegar stuðningsmenn hins liðsins gera svona þá gerir það þig bara enn ákveðnari í því að eiga góðan leik,“ sagði Vinícius við Movistar. „Þeir þekkja líka sögu okkar og allt sem við höfum afrekað í þessari keppni,“ sagði Vinícius. Einn af þeim sem var ekki aðdáandi þessa útspils stuðningsmanna City var Jamie Carragher. „Þetta er algjörlega út í hött. Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ sagði Carragher á CBS. „Gerið þetta í lok leiksins ef þið hafið unnið þá og slegið þá út. Af hverju eru þið að blanda ykkur í málin svona. Ég veit ekki hvað þið haldið að þið fáið út úr slíku,“ sagði Carragher. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Á þessum risastóra fána stóð „Stop Crying Your Heart Out" eða „Hættið þessu endalausa væli". Þar var visað í viðbrögð Real Madrid þegar þeir komust að því að Vinícius Junior fékk ekki Gullknöttinn. Allir frá Real fóru í fýlu, skrópuðu á verðlaunaafhendinguna og töluðu á eftir um að félaginu hafi verið sýnt virðingarleysi þegar gengið var framhjá þeirra manni. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Rodri, miðjumaður Manchester City, fékk Gullknöttinn en báðir áttu þeir frábært ár. Real Madrid lenti bæði 1-0 og 2-1 undir í leiknum í gær en þeir tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í lokin. Mörkin skoruðu þeir Brahim Diaz og Jude Bellingham en umræddur Vinicius Junior lagði upp þau bæði. „Ég sá þetta. Þegar stuðningsmenn hins liðsins gera svona þá gerir það þig bara enn ákveðnari í því að eiga góðan leik,“ sagði Vinícius við Movistar. „Þeir þekkja líka sögu okkar og allt sem við höfum afrekað í þessari keppni,“ sagði Vinícius. Einn af þeim sem var ekki aðdáandi þessa útspils stuðningsmanna City var Jamie Carragher. „Þetta er algjörlega út í hött. Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ sagði Carragher á CBS. „Gerið þetta í lok leiksins ef þið hafið unnið þá og slegið þá út. Af hverju eru þið að blanda ykkur í málin svona. Ég veit ekki hvað þið haldið að þið fáið út úr slíku,“ sagði Carragher. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira