Fjórföld umframeftirspurn í fyrstu útgáfu Landsbankans á AT1-bréfum
Landsbankinn hefur klárað vel heppnaða sölu á á sínum fyrstu víkjandi skuldabréfum sem teljast til eiginfjárþáttar 1, svonefnd AT1-bréf, fyrir samtals hundrað milljónir dala og var umframeftirspurn fjárfesta um fjórföld. Útgáfan er hugsuð til að styrkja eiginfjárgrunn bankans í aðdraganda kaupanna á TM þannig að þau komi ekki niður á arðgreiðslugetu hans.
Tengdar fréttir
Kvika ætlar að greiða út tuttugu milljarða arð þegar salan á TM klárast
Stjórnendur Kviku hafa ákveðið að útgreiðsla til hluthafa bankans vegna sölunnar á TM til Landsbankans fyrir um ríflega þrjátíu milljarða króna verði talsvert hærri en áður hefur verið gefið út. Þrátt fyrir það mun eiginfjárhlutfall Kviku hækka verulega við söluna og bankinn áætlar að á meðal annars grunni þess geti hann í framhaldinu tvöfaldað lánabókina á næstu þremur árum.