Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Arnór Sigurðsson og John Eustace virðast báðir vera á förum frá Blackburn. Samsett/Getty John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira