„Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 10. febrúar 2025 10:01 „Tvær plágur hafa riðið yfir þetta land. Helvítis minkurinn – og helvítis kommúnisminn“. Þetta voru fyrstu orðin sem Ellert gamli, skútuskiptstjóri í hálfa öld, beindi til mín, þegar ég var leiddur fyrir ættarhöfðingjann í fyrsta sinn. Það var haft fyrir satt, að hann væri svo forhertur íhaldsmaður, að við eldhúsdag frá Alþingi þaggaði hann niður í öllum öðrum en Ólafi Thors. Ellert mágur minn – elsti bróðir Bryndísar – bar nafn ættarhöfðingjans, afa síns. Ellert var atgervismaður rétt eins og afi. Hann fetaði snemma í fótspor föður síns og varð fræknasti knattspyrnumaður í röðum samtímamanna sinna. Hann gerði garðinn frægan með gullaldarliði KR. KR var hans alma mater, uppeldisstöð, þjálfunarbúðir og fótgöngulið, þegar á reyndi (í prófkjörum) síðar á lífsleiðinni. Þaðan lá greið framabraut gegnum Heimdall, S.u.S, lagadeildina og inn á Alþingi, þar sem hann tók sæti yngstur þáverandi þingmanna. Leiðin framundan virtist bein og breið til áhrifa og valda. Þetta er sú mynd sem blasti við samtímamönnum. En þar með er bara hálf sagan sögð. Móðurætt Ellerts, forfeður og – mæður Aldísar Þorbjargar (tengdamóður minnar) er af öðrum meiði sprottið. Margrét og Brynjólfur, amma og afi Ellerts í móðurætt, voru í hópi þeirra sem yfirgáfu sveitina og festu ráð sitt í Reykjavík innan um „Grimsby-lýðinn“, eins og Jónas frá Hriflu uppnefndi, öreigalýðinn í sjávarþorpum Íslands. Frumherjana, sem báru Ísland á herðum sér inn í nútímann. Brynjólfur og synir hans voru meðal þeirra sem mönnuðu togaraflotann. Fjölskyldur þeirra bjuggu í saggakjöllurum eða uppi á hanabjálkum rísandi höfuðborgar. Það brann ofan af þeim tvisvar. Þau fylgtu liði með þeim sem vörðust fyrir vökulögum, samningsrétti vinnandi fólks um kaup og kjör, fyrir verkamannabústöðum og atvinnuleysistryggingum á kreppuárum. Allt var þetta gegn íhaldinu. Synirnir voru fremstir í flokki þeirra sem byggðu Alþýðuhúsið í Reykjavík í sjálfboðavinnu – rétt fyrir ofan gamla stjórnarráðshúsið. Einn sonurinn var um skeið bæjarstjóri í rauða bænum okkar á Ísafirði. Tengdamóðir mín átti ljúfar bernskuminningar frá heitum sumrum rauða bæjarins. En svo reið stóra áfallið yfir. Synirnir, Ólafur og Magnús, fórust í blóma lífs með Leifi Heppna í Halaveðrinu mikla 1925. Alla daga síðan skipa myndir þeirra heiðurssess í húsakynnum – og í lífi – fjölskyldu þeirra. Það var stór stund í lífi ömmu Margrétar og Brynjólfs þegar þau loksins fluttu inn í bjarta og nútímalega íbúð í verkamannabústöðunum í Holtunum. Allt þeirra þrotlausa strit, dugnaður, útsjónarsemi og fórnfýsi, bar loksins árangur. Þau fengu verðskuldaða umbun erfiði síns. Þegar við Bryndís byrjuðum búskap saman, að loknu námi í útlöndum, bjó amma Margrét hjá okkur einn vetur. Það fór ekki fram hjá mér, að hún hafði myndir uppi á vegg af tveimur mönnum: Haraldi Níelssyni, trúmanni og spíritista. Og Ólafi Friðrikssyni, frumherja jafnaðarstefnu á Íslandi. Þegar ég spurði hana hvers vegna, svaraði hún: „Harald, vegna þess að hann opnaði mér landamæri lífs og dauða, þar sem ég gat aftur náð sambandi við burtkallaða syni mína. Ólaf, vegna þess að hann var upptendraður baráttumaður fyrir betra lífi okkar hér á þessari jörð.“ Þetta er sú arfleifð Ellerts og Bryndísar og fjölskyldu þeirra, sem fáir þekkja til eða vita af. Með það í huga kom mér ekki á óvart, að Ellert skyldi þegar á reyndi hafa orðið viðskila við þá sem leiddu Sjálfstæðisflokkinn á hans tíð. Það kom í ljós, eftir að hann skilaði þeim þingsætinu, sem hann hafði unnið með glæsibrag og hóf ritstjórnarferil sinn á Vísi-DV. Það var enginn íhaldsmaður, sem þar stýrði penna. Hann var klassískur jafnaðarmaður. Að lokum þetta: Þegar lögreglan í Reykjavík réðst inn á heimili Ólafs Friðrikssonar, til að fjarlægja þaðan rússneskan gyðingadreng, sem Ólafur hafði tekið að sér, brást alþýða manna við með því að slá skjaldborg um heimili Ólafs. Þau vörnuðu lögreglunni inngöngu. Meðal þeirra var sonur Margrétar, móðurbróðir Ellerts. Við yfirheyrslur síðar, spurði lögreglan hann: „Vissi móðir þín af því að þú gekkst í lið með þessum óeirðarseggjum?“ Svarið var: „Hún mamma – hún sendi mig“. Svarið minnir á fleyg orð Spartverskrar móður, þegar sonur hennar kvartaði undan vopnum sínum og verjum í stríðinu við Aþenu: „Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá feti framar“. Ellert B. Schram var atgervismaður, sem gekk feti framar. Blessuð sé minning hans. (Við Bryndís vorum hinum megin á hnettinum þegar Ellert féll frá. Þessi kveðjuorð eru því síðbúin). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann Skoðun Halldór 08.02.2025 Halldór Skoðun Minningar „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
„Tvær plágur hafa riðið yfir þetta land. Helvítis minkurinn – og helvítis kommúnisminn“. Þetta voru fyrstu orðin sem Ellert gamli, skútuskiptstjóri í hálfa öld, beindi til mín, þegar ég var leiddur fyrir ættarhöfðingjann í fyrsta sinn. Það var haft fyrir satt, að hann væri svo forhertur íhaldsmaður, að við eldhúsdag frá Alþingi þaggaði hann niður í öllum öðrum en Ólafi Thors. Ellert mágur minn – elsti bróðir Bryndísar – bar nafn ættarhöfðingjans, afa síns. Ellert var atgervismaður rétt eins og afi. Hann fetaði snemma í fótspor föður síns og varð fræknasti knattspyrnumaður í röðum samtímamanna sinna. Hann gerði garðinn frægan með gullaldarliði KR. KR var hans alma mater, uppeldisstöð, þjálfunarbúðir og fótgöngulið, þegar á reyndi (í prófkjörum) síðar á lífsleiðinni. Þaðan lá greið framabraut gegnum Heimdall, S.u.S, lagadeildina og inn á Alþingi, þar sem hann tók sæti yngstur þáverandi þingmanna. Leiðin framundan virtist bein og breið til áhrifa og valda. Þetta er sú mynd sem blasti við samtímamönnum. En þar með er bara hálf sagan sögð. Móðurætt Ellerts, forfeður og – mæður Aldísar Þorbjargar (tengdamóður minnar) er af öðrum meiði sprottið. Margrét og Brynjólfur, amma og afi Ellerts í móðurætt, voru í hópi þeirra sem yfirgáfu sveitina og festu ráð sitt í Reykjavík innan um „Grimsby-lýðinn“, eins og Jónas frá Hriflu uppnefndi, öreigalýðinn í sjávarþorpum Íslands. Frumherjana, sem báru Ísland á herðum sér inn í nútímann. Brynjólfur og synir hans voru meðal þeirra sem mönnuðu togaraflotann. Fjölskyldur þeirra bjuggu í saggakjöllurum eða uppi á hanabjálkum rísandi höfuðborgar. Það brann ofan af þeim tvisvar. Þau fylgtu liði með þeim sem vörðust fyrir vökulögum, samningsrétti vinnandi fólks um kaup og kjör, fyrir verkamannabústöðum og atvinnuleysistryggingum á kreppuárum. Allt var þetta gegn íhaldinu. Synirnir voru fremstir í flokki þeirra sem byggðu Alþýðuhúsið í Reykjavík í sjálfboðavinnu – rétt fyrir ofan gamla stjórnarráðshúsið. Einn sonurinn var um skeið bæjarstjóri í rauða bænum okkar á Ísafirði. Tengdamóðir mín átti ljúfar bernskuminningar frá heitum sumrum rauða bæjarins. En svo reið stóra áfallið yfir. Synirnir, Ólafur og Magnús, fórust í blóma lífs með Leifi Heppna í Halaveðrinu mikla 1925. Alla daga síðan skipa myndir þeirra heiðurssess í húsakynnum – og í lífi – fjölskyldu þeirra. Það var stór stund í lífi ömmu Margrétar og Brynjólfs þegar þau loksins fluttu inn í bjarta og nútímalega íbúð í verkamannabústöðunum í Holtunum. Allt þeirra þrotlausa strit, dugnaður, útsjónarsemi og fórnfýsi, bar loksins árangur. Þau fengu verðskuldaða umbun erfiði síns. Þegar við Bryndís byrjuðum búskap saman, að loknu námi í útlöndum, bjó amma Margrét hjá okkur einn vetur. Það fór ekki fram hjá mér, að hún hafði myndir uppi á vegg af tveimur mönnum: Haraldi Níelssyni, trúmanni og spíritista. Og Ólafi Friðrikssyni, frumherja jafnaðarstefnu á Íslandi. Þegar ég spurði hana hvers vegna, svaraði hún: „Harald, vegna þess að hann opnaði mér landamæri lífs og dauða, þar sem ég gat aftur náð sambandi við burtkallaða syni mína. Ólaf, vegna þess að hann var upptendraður baráttumaður fyrir betra lífi okkar hér á þessari jörð.“ Þetta er sú arfleifð Ellerts og Bryndísar og fjölskyldu þeirra, sem fáir þekkja til eða vita af. Með það í huga kom mér ekki á óvart, að Ellert skyldi þegar á reyndi hafa orðið viðskila við þá sem leiddu Sjálfstæðisflokkinn á hans tíð. Það kom í ljós, eftir að hann skilaði þeim þingsætinu, sem hann hafði unnið með glæsibrag og hóf ritstjórnarferil sinn á Vísi-DV. Það var enginn íhaldsmaður, sem þar stýrði penna. Hann var klassískur jafnaðarmaður. Að lokum þetta: Þegar lögreglan í Reykjavík réðst inn á heimili Ólafs Friðrikssonar, til að fjarlægja þaðan rússneskan gyðingadreng, sem Ólafur hafði tekið að sér, brást alþýða manna við með því að slá skjaldborg um heimili Ólafs. Þau vörnuðu lögreglunni inngöngu. Meðal þeirra var sonur Margrétar, móðurbróðir Ellerts. Við yfirheyrslur síðar, spurði lögreglan hann: „Vissi móðir þín af því að þú gekkst í lið með þessum óeirðarseggjum?“ Svarið var: „Hún mamma – hún sendi mig“. Svarið minnir á fleyg orð Spartverskrar móður, þegar sonur hennar kvartaði undan vopnum sínum og verjum í stríðinu við Aþenu: „Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá feti framar“. Ellert B. Schram var atgervismaður, sem gekk feti framar. Blessuð sé minning hans. (Við Bryndís vorum hinum megin á hnettinum þegar Ellert féll frá. Þessi kveðjuorð eru því síðbúin).
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun