Sport

Unnu Super Bowl á af­mælis­daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saquon Barkley geislaði af gleði eftir sigur Philadelphia Eagles í Super Bowl í nótt.
Saquon Barkley geislaði af gleði eftir sigur Philadelphia Eagles í Super Bowl í nótt. Getty/Gregory Shamus

Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar.

Þeir urðu þá báðir NFL-meistarar í fyrsta sinn á ferlinum eftir 40-22 stórsigur Philadelphia Eagles á Kansas City Chiefs.

DeJean er varnarmaður sem hélt upp á 22 ára afmælið sitt en Barkley er besti hlaupari deildarinnar sem hélt upp á 28 ára afmælið sitt.

Barkley bætti við 57 hlaupajördum og setti nýtt met yfir flesta hlaupajarda á einu tímabili þegar deild og úrslitakeppni eru tekin saman. Hann var því að kóróna sögulegt tímabil með því að verða meistari.

DeJean varð síðan fyrsti leikmaðurinn í sögu Super Bowl  til að skora snertimark á afmælisdaginn sinn en hann komst inn í eina sendingu frá Patrick Mahomes og hljóp með boltann alla leið í markið.

Barkley hafði spilað allan feril sinn með New York Giants en aldrei unnið neitt. Félagið vildi ekki bjóða honum alvöru samning og hann samdi við Eagles. Barkley átti magnað tímabil og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Philadelphia.

DeJean var líka að spila sitt fyrsta tímabil í NFL-deildinni því Eagles völdu hann í nýliðavalinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×