„Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 23:19 Tré brotnuðu í hvassviðrinu. Vísir/Friðrik Júlíus Veðrið hefur leikið íbúa á Stöðvarfirði grátt síðastliðinn sólarhring. Miklar skemmdir eru á húsum og bærinn allur á floti. Hallgrímskirkja slapp með skrekkinn þegar eldingu laust þar niður. Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira