Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 13:46 Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli gegn Bournemouth um helgina. Getty/Catherine Ivill Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, er meiddur í læri og mun ekki taka þátt á morgun í seinni leiknum við Tottenham, í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. Þetta staðfesti Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag. Tottenham er 1-0 yfir í einvíginu eftir sigur á heimavelli en leikurinn annað kvöld, sem sýndur verður á Vodafone Sport, fer fram á Anfield. Slot segir mögulegt að Alexander-Arnold jafni sig í tæka tíð til að geta spilað bikarleikinn við Plymouth, lið Guðlaugs Victors Pálssonar, á sunnudaginn. Liverpool mætir svo Everton í frestuðum grannaslag á miðvikudaginn eftir viku. „Hann mun missa af Tottenham-leiknum. Við verðum að sjá til hvort að hann spili á sunnudaginn en það sem við vitum núna er að hann verður ekki til taks á morgun,“ sagði Slot í dag. Óþarfi að fjárfesta Alexander-Arnold fór meiddur af velli á 70. mínútu í leiknum við Bournemouth á laugardaginn. „Hann yfirgaf völlinn með smásársauka í fætinum en hann er strax kominn á æfingasvæðið, ekki með liðinu heldur endurhæfingarþjálfara, svo við skulum sjá hve langan tíma þetta tekur,“ sagði Slot. Conor Bradley kom inn á fyrir Alexander-Arnold í leiknum við Bournemouth, og byrjaði fyrri leikinn við Tottenham, og er líklegur til þess að spila á morgun en Joe Gomez er einnig til taks á ný eftir meiðsli. Liverpool, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og varð efst í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu, hafði hægt um sig í félagaskiptaglugganum í janúar og keypti engan leikmann. „Ég hef oft sagt það að við erum með mjög góðan hóp og það nægir að horfa á stigatöfluna til að sjá að leikmennirnir standa undir því trausti sem við berum til þeirra. Og, fyrir utan Trent sem verður frá keppni í nokkra daga, þá var ekki mikið um erfið meiðsli á þeim tíma þegar glugginn var opinn,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Þetta staðfesti Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag. Tottenham er 1-0 yfir í einvíginu eftir sigur á heimavelli en leikurinn annað kvöld, sem sýndur verður á Vodafone Sport, fer fram á Anfield. Slot segir mögulegt að Alexander-Arnold jafni sig í tæka tíð til að geta spilað bikarleikinn við Plymouth, lið Guðlaugs Victors Pálssonar, á sunnudaginn. Liverpool mætir svo Everton í frestuðum grannaslag á miðvikudaginn eftir viku. „Hann mun missa af Tottenham-leiknum. Við verðum að sjá til hvort að hann spili á sunnudaginn en það sem við vitum núna er að hann verður ekki til taks á morgun,“ sagði Slot í dag. Óþarfi að fjárfesta Alexander-Arnold fór meiddur af velli á 70. mínútu í leiknum við Bournemouth á laugardaginn. „Hann yfirgaf völlinn með smásársauka í fætinum en hann er strax kominn á æfingasvæðið, ekki með liðinu heldur endurhæfingarþjálfara, svo við skulum sjá hve langan tíma þetta tekur,“ sagði Slot. Conor Bradley kom inn á fyrir Alexander-Arnold í leiknum við Bournemouth, og byrjaði fyrri leikinn við Tottenham, og er líklegur til þess að spila á morgun en Joe Gomez er einnig til taks á ný eftir meiðsli. Liverpool, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og varð efst í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu, hafði hægt um sig í félagaskiptaglugganum í janúar og keypti engan leikmann. „Ég hef oft sagt það að við erum með mjög góðan hóp og það nægir að horfa á stigatöfluna til að sjá að leikmennirnir standa undir því trausti sem við berum til þeirra. Og, fyrir utan Trent sem verður frá keppni í nokkra daga, þá var ekki mikið um erfið meiðsli á þeim tíma þegar glugginn var opinn,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira