Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 11:45 Robin van Persie tók við Heerenveen í sumar. Getty Robin van Persie var skiljanlega hundóánægður eftir „óhugsandi“ mistök dómara í leik Heerenveen og Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmenn Fortuna náðu í stutta stund undir lok leiks að vera tólf saman á vellinum. Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn. Hollenski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn.
Hollenski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira